Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér svavar hávarðsson skrifar 21. apríl 2015 07:00 Fram hefur komið að sæstrengur verði ekki lagður héðan til Bretlands án þess að til komi uppbygging og styrking flutningskerfis raforku hér á landi. Fréttablaðið/Stefán Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira