Frakkar hafa nú þegar keypt dreifingarrétt á hinum íslensku Hrútum Guðrún Ansnes skrifar 23. apríl 2015 15:00 Spennandi tímar Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, er að vonum spenntur fyrir framhaldinu. Að myndinni kemur fjöldi góðs fólks, sem hann segir skipta öllu máli. Fréttablaðið/Valli Dreifingarréttur kvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrúta, eða Rams, eins nafnið útleggst á ensku, hefur verið seldur. Þykir það sæta töluverðum tíðindum en myndin var nýlega tilnefnd til verðlauna í Un Certain Regard keppninni og er því í hópi kvikmynda í Cannes Official Selection í ár. Flokkurinn Un Certain Regard er til þess gerður að gera kvikmyndum þar sem frumleiki og hugrekki er í fyrirrúmi hátt undir höfði. Í því samhengi er meðal annars átt við styrki til dreifingar á kvikmyndinni í Frakklandi. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, er að vonum alsæll með stöðu mála. „ARP Sélection er eitt stærsta og virtasta dreifingarfyrirtæki Frakklands svo þetta er afar gleðilegt,“ segir Grímar Aðspurður um hvað svona sala hafi í för með sér segir Grímar að það séu gríðarleg forréttindi að vera í þessari stöðu fyrir hátíðina, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar þegar kemur að uppskeruhátíðum kvikmyndabransans. „Það er býsna heppilegt að hafa þessa aðila með sér í liði þegar við mætum til keppni, og getur hjálpað okkar stöðu heilmikið,“ útskýrir Grímar. Sala dreifingarréttar hefur því mögulega veruleg áhrif á sýnileika þegar kemur að stóru stundinni, og skiptir hann býsna miklu máli. „Allar þær fréttir sem hafa skotið upp kollinum hafa komið mér á óvart,“ segir Grímar og bætir hógvær við: „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum en áttum satt best að segja ekki von á því að komast í Official Selection.“ Kvikmyndin Hrútar mun keppa til verðlauna þann 21. maí næstkomandi og mun stórleikkonan Isabella Rossellini, forseti dómnefndar, veita verðlaunin við hátíðlega athöfn. Því ber að halda til haga að á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Un Certain Regard eru kanónurnar Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen.mynd/brynjar snær þrastarson Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Fleiri fréttir „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Sjá meira
Dreifingarréttur kvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrúta, eða Rams, eins nafnið útleggst á ensku, hefur verið seldur. Þykir það sæta töluverðum tíðindum en myndin var nýlega tilnefnd til verðlauna í Un Certain Regard keppninni og er því í hópi kvikmynda í Cannes Official Selection í ár. Flokkurinn Un Certain Regard er til þess gerður að gera kvikmyndum þar sem frumleiki og hugrekki er í fyrirrúmi hátt undir höfði. Í því samhengi er meðal annars átt við styrki til dreifingar á kvikmyndinni í Frakklandi. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, er að vonum alsæll með stöðu mála. „ARP Sélection er eitt stærsta og virtasta dreifingarfyrirtæki Frakklands svo þetta er afar gleðilegt,“ segir Grímar Aðspurður um hvað svona sala hafi í för með sér segir Grímar að það séu gríðarleg forréttindi að vera í þessari stöðu fyrir hátíðina, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar þegar kemur að uppskeruhátíðum kvikmyndabransans. „Það er býsna heppilegt að hafa þessa aðila með sér í liði þegar við mætum til keppni, og getur hjálpað okkar stöðu heilmikið,“ útskýrir Grímar. Sala dreifingarréttar hefur því mögulega veruleg áhrif á sýnileika þegar kemur að stóru stundinni, og skiptir hann býsna miklu máli. „Allar þær fréttir sem hafa skotið upp kollinum hafa komið mér á óvart,“ segir Grímar og bætir hógvær við: „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum en áttum satt best að segja ekki von á því að komast í Official Selection.“ Kvikmyndin Hrútar mun keppa til verðlauna þann 21. maí næstkomandi og mun stórleikkonan Isabella Rossellini, forseti dómnefndar, veita verðlaunin við hátíðlega athöfn. Því ber að halda til haga að á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Un Certain Regard eru kanónurnar Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen.mynd/brynjar snær þrastarson
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Fleiri fréttir „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Sjá meira