Flækjusaga: Keisarinn sem vildi ekki vera keisari Illugi Jökulsson skrifar 26. apríl 2015 09:00 Keisarinn er gjarnan heldur þreytulegur á myndum. Ég skal viðurkenna að mér finnst fátt furðulegra og tilgangslausara en kóngafólk nútildags. Eiginlega er það hugmyndafræðileg ósvinna að einhverjir skuli á vorum dögum vera „fæddir til valda“ og gildir þá einu þótt þau völd sem kóngar og drottningar hafa nú séu í fæstum tilfellum mikil, og oft ekki nema nafnið eitt. En á fyrri öldum voru arfakóngar hvarvetna, og því hlýtur eitthvað að hafa verið nýtilegt við þetta stjórnarfar, ella hefði það varla viðgengist svo lengi og svo víða. Í Evrópu var sautjánda öldin líklega blómatími kónga á seinni öldum; þá var einveldi þeirra einna öflugast og fram á átjándu öld en á þeirri nítjándu fóru menn fyrir alvöru að sjá hve fáránlegt var að veita einhverjum öll völd í heilu ríki á grundvelli ætternis, nema þá helst í Rússlandi, þar sáu menn ekki neitt og voru afleiðingarnar skelfilegar og Rússar súpa enn af því seyðið að hafa ekki afskaffað sína gagnslausu Romanov-keisara löngu fyrr en þeir gerðu. Hér segir frá einum keisara sem var afskaffaður þegar leið að lokum nítjándu aldar og svo undarlega og óvenjulega brá við að hann var eiginlega hjartanlega sammála því sjálfur að vera settur af og lyfti ekki litlafingri til að sporna gegn því – enda er mála sannast að honum fannst bæði leiðinlegt og erfitt að vera keisari og lýsti því oft yfir að hann hefði miklu frekar viljað vera kennari. Hann var af evrópskum háaðli eins og hann þótti fínastur, þessi keisari; í ættbókinni hans mátti finna spænska kónga, germanska keisara og franska Loðvíka. Afi hans var Jóhann VI Portúgalskóngur sem flúði undan Napóleon til Brasilíu 1808, þegar franskir herir lögðu undir sig Portúgal. Brasilía hafði þá í tæpar þrjár aldir verið nýlenda Portúgalsmanna. Jóhann taldi ekki óhætt að snúa aftur heim til Portúgals fyrr en 1821 og skildi þá Pétur son sinn eftir í Brasilíu til að stýra þar málum. Ári seinna lýsti Pétur yfir sjálfstæði Brasilíu og tók sér keisaratign: Pétur I hét hann eftirleiðis. Ekki var Brasilía mjög burðugt ríki um þær mundir, íbúar kannski fjórar milljónir og stór hluti landsins óbyggður, en menn þóttust þó sjá í hendi sér að auðlindir væru miklar og möguleikar á vexti ótæpilegir í öllu þessu flæmi; því taldi Pétur I réttast að kalla sig keisara en ekki réttan og sléttan kóng. Pétur þessi var kvæntur Maríu Leópoldínu keisaradóttur frá Austurríki, systir hennar var María Lovísa síðari eiginkona Napóleons, og sonur þeirra var Pétur II. Hann varð svo keisari yfir Brasilíu aðeins fimm ára gamall árið 1831 þegar faðir hans sagði af sér og hélt aftur til Portúgals að skipta sér af málum sem ekki koma efni þessarar greinar við. En Pétur I hafði verið að mörgu leyti merkur maður, hann var óróleg sál en sem keisari var hann afar frjálslyndur miðað við kóngadót þess tíma, og af dánarbeði sínum í Portúgal 1834 skrifaði hann til dæmis fyrrverandi þegnum sínum í Brasilíu og hvatti þá eindregið til að leggja af þrælahald og hann þvertók fyrir að fæðing hans í kóngshöll þýddi að hann væri öðru fólki æðri: „Ég veit að blóð mitt er eins á litinn og blóð sérhvers svertingja.“ Var slíkt róttæk hugsun í þá daga, ekki síst úr keisaramunni.Ísabella fékk ekki að spreyta sig; hún var jú kona!Þungur kross Sonurinn Pétur II átti frekar einmanalega æsku og var hinum barnunga keisara mjög haldið að þungum bókum til að undirbúa hann sem best fyrir starfið, en fyrsta áratuginn fóru ríkisstjórar með eiginleg völd. Það tókst ekki betur en svo að þegar Pétur II var ekki nema 14 ára gamall árið 1840 stefndi í óefni í Brasilíu vegna innbyrðis sundurþykkis og óstjórnar, og var þá piltur spurður hvort hann vildi kannski taka strax við óskiptu embætti sínu en ekki bíða þar til hann yrði formlega myndugur 18 ára. Og Pétur II var til í það, uppfullur af skyldurækni, og raunin varð sú að táningskeisarinn hafði góð áhrif, heilmikil völd og áhrif söfnuðust á hans hendur sem áður höfðu farið um víðan völl, og tók nú Brasilía öll að eflast og styrkjast. Pétur II hafði erft frjálslyndar skoðanir föður síns og varð með tímanum jafnvel enn frjálslyndari. Hann hélt áfram að lesa reiðinnar býsn og varð mjög vel að sér á fjölmörgum sviðum og ekki einungis á sviðum stjórnsýslu og stjórnvisku, heldur grúskaði hann líka í vísindum margvíslegum. Hann varð einhver menntaðasti og víðsýnasti einvaldur sögunnar bæði fyrr og síðar og á meðal vina hans og pennavina voru menn eins og Charles Darwin, Richard Wagner, Louis Pasteur, Victor Hugo og sá þýski heimspekiskálkur Friedrich Nietzsche. Sjálfur skrifaði hann að hann væri fæddur til að helga sig menningu og vísindum, en stjórnarstörfin leit hann á sem þungan kross sem hann hugðist þó rogast með eftir bestu getu.Ekkert bruðl Á keisarastóli þótti Pétur II stálheiðarlegur og hafði skömm á öllu bruðli, og hann gerði ýmislegt gagn, það er ljóst. Upp úr miðri nítjándu öld rann upp mikið blómaskeið í Brasilíu, fólki fjölgaði stórlega, atvinnuástand og efnahagur tóku kipp og sumir vildu að Íslendingar flyttust í stórhópum þangað suður eftir. Ekki fengu frumbyggjar Brasilíu mikinn þátt í því góðæri, en fyrir aðra var blómatími. Einhvern þátt í þessari velgengni átti Pétur II með því að viðhalda stöðugleika. En hins vegar gekk illa að banna þrælahaldið. Keisarinn í Brasilíu var ekki einvaldur þótt hann hefði umtalsverð völd og þrælahald var mjög útbreitt og forríkir plantekrueigendur úti um allt þetta víðáttumikla land streittust svo gegn afnámi þrælahalds að það var ekki fyrr en 1888 sem það var að fullu bannað, og varð Brasilía síðast ríkja til þess í Evrópu og Ameríku. Aldrei hafði farið milli mála að Pétur keisari vildi afnema þessa ósvinnu og lét sig einu gilda þó hann væri sakaður um að stefna að „þjóðarsjálfsmorði“ með afnámi þrælahalds, svo mikilvægir sem þrælarnir væru fyrir efnahag landsins. Og þótt Pétur væri fyrst og fremst bókhneigður gat hann líka sýnt röggsemi og jafnvel hörku. Árið 1864 lýstu Paragvæjar yfir stríði gegn Brasilíu, þeir vildu koma sér í hóp stórvelda álfunnar og eignast umdeild héröð á landamærum ríkjanna. Í fyrstu vegnaði Brasilíumönnum illa, en Pétur keisari átti svo sinn þátt í að snúa stríðsgæfu þeirra við. Hann sýndi óvænta ákveðni og fór sjálfur á vígstöðvarnar til að hvetja dáta sína áfram af mikilli festu og ekki leið á löngu þar til yfirburðir Brasilíumanna og bandamanna þeirra sögðu til sín. Hinir fátækustu Kabóklóar, afkomendur frumbyggja og innflytjenda.Steypt af stóli Pétur varð með tímanum æ lúnari og þreyttari á keisaratigninni. Og hann tók að efast stórlega um að keisaraembættið ætti nokkra framtíð fyrir sér. Hann hafði eignast tvo syni sem dóu ungir og það fannst honum að hluta til merki þess að keisaraembættið hlyti að deyja út með sér. Hann átti að vísu mjög gáfaða dóttur, sem mátti lögum samkvæmt erfa keisaratignina, en þrátt fyrir alla hans víðsýni á mörgum sviðum leit hann svo á að kona gæti með engu móti setið í slíku starfi. Og ríkti þó Viktoría nokkur yfir breska heimsveldinu einmitt um þær mundir. Þegar Pétri var steypt alveg óvænt af stóli árið 1889 eftir 58 ár í hásætinu, þá gerði hann hvorki tilraun til að halda sjálfur í völdin né koma þeim í hendur Ísabellu dóttur sinnar, heldur fór umyrðalaust í útlegð til Evrópu, og þar bjó hann við lítil efni á hótelum í Frakklandi þar til hann dó tveimur árum seinna. Hann hafði náttúrlega alls ekki látið sér til hugar koma að lauma peningum undan á leynireikninga í Evrópu, slíkt hefði verið andstætt öllu hans eðli. Valdaránið kom talsvert á óvart, enda stóð einungis lítil klíka lýðveldissinna á bak við það. Pétur hafði að vísu sætt vaxandi gagnrýni síðustu árin af því mörgum fannst hann þá orðinn helstil afskiptasamur um stjórn landsins – þótt í rauninni hefði hann í engu breytt háttum sínum – það voru bara runnir upp nýir tímar og þótt Brasilíumönnum þætti vænt um Pétur fannst þeim ekki lengur sjálfsagt að arfakóngur hefði eiginleg völd. Því var honum steypt en á næstu áratugum þegar landið rambaði oft á barmi stjórnleysis, þá sáu menn stundum eftir þessum hægláta kurteisa keisara. Hann var að mati Machado de Assis, eins fremsta rithöfundar Brasilíu bæði þá og síðar, „auðmjúkur, heiðarlegur og menntaður föðurlandsvinur sem kunni að gera úr hásæti keisarans [hógværlegan] stól án þess að draga úr mikilfengleik þess eða virðuleik“. Flækjusaga Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ég skal viðurkenna að mér finnst fátt furðulegra og tilgangslausara en kóngafólk nútildags. Eiginlega er það hugmyndafræðileg ósvinna að einhverjir skuli á vorum dögum vera „fæddir til valda“ og gildir þá einu þótt þau völd sem kóngar og drottningar hafa nú séu í fæstum tilfellum mikil, og oft ekki nema nafnið eitt. En á fyrri öldum voru arfakóngar hvarvetna, og því hlýtur eitthvað að hafa verið nýtilegt við þetta stjórnarfar, ella hefði það varla viðgengist svo lengi og svo víða. Í Evrópu var sautjánda öldin líklega blómatími kónga á seinni öldum; þá var einveldi þeirra einna öflugast og fram á átjándu öld en á þeirri nítjándu fóru menn fyrir alvöru að sjá hve fáránlegt var að veita einhverjum öll völd í heilu ríki á grundvelli ætternis, nema þá helst í Rússlandi, þar sáu menn ekki neitt og voru afleiðingarnar skelfilegar og Rússar súpa enn af því seyðið að hafa ekki afskaffað sína gagnslausu Romanov-keisara löngu fyrr en þeir gerðu. Hér segir frá einum keisara sem var afskaffaður þegar leið að lokum nítjándu aldar og svo undarlega og óvenjulega brá við að hann var eiginlega hjartanlega sammála því sjálfur að vera settur af og lyfti ekki litlafingri til að sporna gegn því – enda er mála sannast að honum fannst bæði leiðinlegt og erfitt að vera keisari og lýsti því oft yfir að hann hefði miklu frekar viljað vera kennari. Hann var af evrópskum háaðli eins og hann þótti fínastur, þessi keisari; í ættbókinni hans mátti finna spænska kónga, germanska keisara og franska Loðvíka. Afi hans var Jóhann VI Portúgalskóngur sem flúði undan Napóleon til Brasilíu 1808, þegar franskir herir lögðu undir sig Portúgal. Brasilía hafði þá í tæpar þrjár aldir verið nýlenda Portúgalsmanna. Jóhann taldi ekki óhætt að snúa aftur heim til Portúgals fyrr en 1821 og skildi þá Pétur son sinn eftir í Brasilíu til að stýra þar málum. Ári seinna lýsti Pétur yfir sjálfstæði Brasilíu og tók sér keisaratign: Pétur I hét hann eftirleiðis. Ekki var Brasilía mjög burðugt ríki um þær mundir, íbúar kannski fjórar milljónir og stór hluti landsins óbyggður, en menn þóttust þó sjá í hendi sér að auðlindir væru miklar og möguleikar á vexti ótæpilegir í öllu þessu flæmi; því taldi Pétur I réttast að kalla sig keisara en ekki réttan og sléttan kóng. Pétur þessi var kvæntur Maríu Leópoldínu keisaradóttur frá Austurríki, systir hennar var María Lovísa síðari eiginkona Napóleons, og sonur þeirra var Pétur II. Hann varð svo keisari yfir Brasilíu aðeins fimm ára gamall árið 1831 þegar faðir hans sagði af sér og hélt aftur til Portúgals að skipta sér af málum sem ekki koma efni þessarar greinar við. En Pétur I hafði verið að mörgu leyti merkur maður, hann var óróleg sál en sem keisari var hann afar frjálslyndur miðað við kóngadót þess tíma, og af dánarbeði sínum í Portúgal 1834 skrifaði hann til dæmis fyrrverandi þegnum sínum í Brasilíu og hvatti þá eindregið til að leggja af þrælahald og hann þvertók fyrir að fæðing hans í kóngshöll þýddi að hann væri öðru fólki æðri: „Ég veit að blóð mitt er eins á litinn og blóð sérhvers svertingja.“ Var slíkt róttæk hugsun í þá daga, ekki síst úr keisaramunni.Ísabella fékk ekki að spreyta sig; hún var jú kona!Þungur kross Sonurinn Pétur II átti frekar einmanalega æsku og var hinum barnunga keisara mjög haldið að þungum bókum til að undirbúa hann sem best fyrir starfið, en fyrsta áratuginn fóru ríkisstjórar með eiginleg völd. Það tókst ekki betur en svo að þegar Pétur II var ekki nema 14 ára gamall árið 1840 stefndi í óefni í Brasilíu vegna innbyrðis sundurþykkis og óstjórnar, og var þá piltur spurður hvort hann vildi kannski taka strax við óskiptu embætti sínu en ekki bíða þar til hann yrði formlega myndugur 18 ára. Og Pétur II var til í það, uppfullur af skyldurækni, og raunin varð sú að táningskeisarinn hafði góð áhrif, heilmikil völd og áhrif söfnuðust á hans hendur sem áður höfðu farið um víðan völl, og tók nú Brasilía öll að eflast og styrkjast. Pétur II hafði erft frjálslyndar skoðanir föður síns og varð með tímanum jafnvel enn frjálslyndari. Hann hélt áfram að lesa reiðinnar býsn og varð mjög vel að sér á fjölmörgum sviðum og ekki einungis á sviðum stjórnsýslu og stjórnvisku, heldur grúskaði hann líka í vísindum margvíslegum. Hann varð einhver menntaðasti og víðsýnasti einvaldur sögunnar bæði fyrr og síðar og á meðal vina hans og pennavina voru menn eins og Charles Darwin, Richard Wagner, Louis Pasteur, Victor Hugo og sá þýski heimspekiskálkur Friedrich Nietzsche. Sjálfur skrifaði hann að hann væri fæddur til að helga sig menningu og vísindum, en stjórnarstörfin leit hann á sem þungan kross sem hann hugðist þó rogast með eftir bestu getu.Ekkert bruðl Á keisarastóli þótti Pétur II stálheiðarlegur og hafði skömm á öllu bruðli, og hann gerði ýmislegt gagn, það er ljóst. Upp úr miðri nítjándu öld rann upp mikið blómaskeið í Brasilíu, fólki fjölgaði stórlega, atvinnuástand og efnahagur tóku kipp og sumir vildu að Íslendingar flyttust í stórhópum þangað suður eftir. Ekki fengu frumbyggjar Brasilíu mikinn þátt í því góðæri, en fyrir aðra var blómatími. Einhvern þátt í þessari velgengni átti Pétur II með því að viðhalda stöðugleika. En hins vegar gekk illa að banna þrælahaldið. Keisarinn í Brasilíu var ekki einvaldur þótt hann hefði umtalsverð völd og þrælahald var mjög útbreitt og forríkir plantekrueigendur úti um allt þetta víðáttumikla land streittust svo gegn afnámi þrælahalds að það var ekki fyrr en 1888 sem það var að fullu bannað, og varð Brasilía síðast ríkja til þess í Evrópu og Ameríku. Aldrei hafði farið milli mála að Pétur keisari vildi afnema þessa ósvinnu og lét sig einu gilda þó hann væri sakaður um að stefna að „þjóðarsjálfsmorði“ með afnámi þrælahalds, svo mikilvægir sem þrælarnir væru fyrir efnahag landsins. Og þótt Pétur væri fyrst og fremst bókhneigður gat hann líka sýnt röggsemi og jafnvel hörku. Árið 1864 lýstu Paragvæjar yfir stríði gegn Brasilíu, þeir vildu koma sér í hóp stórvelda álfunnar og eignast umdeild héröð á landamærum ríkjanna. Í fyrstu vegnaði Brasilíumönnum illa, en Pétur keisari átti svo sinn þátt í að snúa stríðsgæfu þeirra við. Hann sýndi óvænta ákveðni og fór sjálfur á vígstöðvarnar til að hvetja dáta sína áfram af mikilli festu og ekki leið á löngu þar til yfirburðir Brasilíumanna og bandamanna þeirra sögðu til sín. Hinir fátækustu Kabóklóar, afkomendur frumbyggja og innflytjenda.Steypt af stóli Pétur varð með tímanum æ lúnari og þreyttari á keisaratigninni. Og hann tók að efast stórlega um að keisaraembættið ætti nokkra framtíð fyrir sér. Hann hafði eignast tvo syni sem dóu ungir og það fannst honum að hluta til merki þess að keisaraembættið hlyti að deyja út með sér. Hann átti að vísu mjög gáfaða dóttur, sem mátti lögum samkvæmt erfa keisaratignina, en þrátt fyrir alla hans víðsýni á mörgum sviðum leit hann svo á að kona gæti með engu móti setið í slíku starfi. Og ríkti þó Viktoría nokkur yfir breska heimsveldinu einmitt um þær mundir. Þegar Pétri var steypt alveg óvænt af stóli árið 1889 eftir 58 ár í hásætinu, þá gerði hann hvorki tilraun til að halda sjálfur í völdin né koma þeim í hendur Ísabellu dóttur sinnar, heldur fór umyrðalaust í útlegð til Evrópu, og þar bjó hann við lítil efni á hótelum í Frakklandi þar til hann dó tveimur árum seinna. Hann hafði náttúrlega alls ekki látið sér til hugar koma að lauma peningum undan á leynireikninga í Evrópu, slíkt hefði verið andstætt öllu hans eðli. Valdaránið kom talsvert á óvart, enda stóð einungis lítil klíka lýðveldissinna á bak við það. Pétur hafði að vísu sætt vaxandi gagnrýni síðustu árin af því mörgum fannst hann þá orðinn helstil afskiptasamur um stjórn landsins – þótt í rauninni hefði hann í engu breytt háttum sínum – það voru bara runnir upp nýir tímar og þótt Brasilíumönnum þætti vænt um Pétur fannst þeim ekki lengur sjálfsagt að arfakóngur hefði eiginleg völd. Því var honum steypt en á næstu áratugum þegar landið rambaði oft á barmi stjórnleysis, þá sáu menn stundum eftir þessum hægláta kurteisa keisara. Hann var að mati Machado de Assis, eins fremsta rithöfundar Brasilíu bæði þá og síðar, „auðmjúkur, heiðarlegur og menntaður föðurlandsvinur sem kunni að gera úr hásæti keisarans [hógværlegan] stól án þess að draga úr mikilfengleik þess eða virðuleik“.
Flækjusaga Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira