Undrun íslenska óperuheimsins Magnús Guðmundsson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Undrun óperusöngvarans er engu lík. Hvort sem mótsöngvarinn leggur til hans með spjóti eða sviptir hulunni af leyndardómum ástarinnar þá galopnast andlitið og viðkomandi brestur í söng. Dásamlegan, hljómfagran og fallegan söng. Maður getur því rétt ímyndað sér undrun íslenska óperuheimsins þegar tilkynnt var um nýjan óperustjóra í liðinni viku. Ekki sökum þess að það væri eitthvert undrunarefni að Steinunn Birna Ragnarsdóttir teldist hæf til verksins. Þvert á móti. Heldur sökum þess að stjórn Íslensku óperunnar sá ekki ástæðu til þess að ræða við aðra umsækjendur. Ekki einn einasta. Alveg er það furðulegt. Óperan er merkilegt listform. Einstakur samruni tónlistar, skáldskapar og leiklistar á einni senu og oft á tíðum mikið sjónarspil. Af því leiðir að bakgrunnur umsækjenda getur verið nokkuð ólíkur og fjölbreyttur. Viðkomandi gæti átt rætur sínar í leikhúsinu eins og fráfarandi óperustjóri eða úr tónlistarheiminum eins og nýráðinn óperustjóri eða jafnvel úr óperuheiminum. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir máli er að stjórn Íslensku óperunnar leggi sig fram um að finna hæfasta umsækjandann. Sú leið að vísa þessari vinnu frá stjórninni til ráðningarskrifstofu er nánast yfirlýsing um vanhæfni. Yfirlýsing um að stjórnin treysti öðrum betur en sér til þess að vinna eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar. Það má gefa sér það að ráðningarskrifstofan hafi fengið skýr fyrirmæli um það hvaða kostum væri leitað að í ferlinu. Það hlýtur að hafa verið nákvæm skilgreining hjá stjórninni fyrst hún sá ekki ástæðu til þess að hitta aðra umsækjendur. Stjórnin fékk þannig sinn óperustjóra með lágmarks fyrirhöfn. En hvað fékk stjórnin ekki? Það er öllu verra. Með því að hitta ekki aðra umsækjendur fékk stjórn Íslensku óperunnar ekki tækifæri til þess að heyra hugmyndir og framtíðarsýn fjölda hæfra einstaklinga. Hugmyndir sem eru kannski betri og kannski verri en stjórnin hafði fyrir. Hugmyndir sem eru kannski meira spennandi en þær sem stjórn Íslensku óperunnar hefur mótað og tókst líklega að koma svona vel frá sér til ráðningarstofunnar góðu. Íslenska óperan er rekin fyrir almannafé. Hún er reyndar sjálfseignarstofnun og lýtur því ekki stjórnsýslulögum. Stjórnin getur því valið að fara þá leið að hafa leynd yfir ráðningarferlinu. Sleppt því að láta almenning vita hvaða fólk kom til greina og klárað málið eins og hún taldi best. En það breytir engu um það hvaðan peningarnir koma og þeir koma frá almenningi. Þess vegna á stjórn Íslensku óperunnar að sjá sóma sinn í því að hafa ferlið opið, gagnsætt og hafið yfir allan grun um vinavæðingu. Annað er óásættanlegt. Óásættanlegt fyrir þá sem fengu ekki starfið og væntanlega óásættanlegt fyrir óperustjóra sem vill væntanlega vera hafinn yfir grun um sérhagsmuni kunningjasamfélagsins. Óásættanlegt fyrir íslenskt tónlistarlíf sem þarf alltaf á besta kostinum að halda hverju sinni. Aðeins þannig getum við séð Íslensku óperuna blómstra og dafna í sátt við samfélagið um ókomna tíð.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun