Lífið

Veita aðstoð í smábæjum

Gestur Þór Guðmundsson.
Gestur Þór Guðmundsson.
Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér.

„Hann ætlar að fara á svæði þar sem ekki hefur enn borist hjálp, meðal annars á Gorkha-svæðið. Við vitum ekki enn hvernig ástandið er þar en hann hefur ekki náð sambandi við alla vini sína,“ segir Gestur Þór Guðmundsson, félagi Anups.

Hann auglýsti eftir fatnaði og teppum til að taka með sér út og hafa viðbrögðin farið fram úr björtustu vonum. „Söfnunin okkar er tvíþætt. Annars vegar föt, skýli og þess háttar og hins vegar peningasöfnun. Við getum ekki tekið á móti meiri fatnaði eins og er, en bendum á styrktarreikninginn okkar sem Anup sér um,“ segir Gestur.

Hann segir Nepal vera með erfiðari svæðum þegar slíkar náttúruhamfarir ganga yfir. „Það er byggð alls staðar. Það er búið í hverjum einasta dal og fjalli, svo það er mikið af smábæjum sem hafa ekki enn fengið neina aðstoð. Það eru þeir bæir sem Anup ætlar að einbeita sér að,“ segir hann, en með Anup í för verður íslenskur læknir.

Þeim sem vilja styrkja för þeirra er bent á reikningsnúmerið

0130-05-060479 kt. 010177-3679.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.