Miðborg í blóma Jakob Frímann Magnússon skrifar 30. apríl 2015 08:00 Undanfarin ár hafa endurbætur og fjárfestingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verður að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmdum á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endurbætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbyggingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallarans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjallaranum, í Grjótaþorpi á horni Vesturgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla miðborg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lifandi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götuleikhússins og Hins hússins og reglubundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum.Með bestu óskum um gleðilegt og sólríkt miðborgarsumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa endurbætur og fjárfestingar í miðborginni verið meiri en nokkru sinni fyrr og er þá langt til jafnað. Langþráðar endurbætur á Hverfisgötu austan Klapparstígs eru að baki og verður að óbreyttu lokið 2016. Framkvæmdum á Hjartareit / Hljómalindarreit verður lokið upp úr næstu áramótum, en til að svo geti orðið þarf að tryggja opnar akstursleiðir og óheft aðgengi og því bíða endurbætur og framkvæmdir á vestari hluta Hverfisgötu næsta árs. Umtalsverðar framkvæmdir eru að hefjast í nágrenni Hörpu, þ.m.t. við umfangsmikla fimm stjörnu hótelbyggingu. Bílastæði neðanjarðar, sumpart beintengd bílastæðum Hörpukjallarans, verða sem næst 1.000 er allt verður saman lagt. Hins vegar fækkar nokkuð ofanjarðarstæðum í miðborginni, þ.m.t. við hlið Tollstjórahússins sem þegar hafa verið skermuð af. Vert er þá að minna á bílastæði í gamla Kolaportshúsinu, í Hörpukjallaranum, í Grjótaþorpi á horni Vesturgötu og Mjóstrætis, í Traðarkoti á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, á Skólavörðustíg við Bergstaðastræti, á Hverfisgötu við horn Vitastígs og í Stjörnuporti gegnt Laugavegi 91. Í öllum þessum húsum er að jafnaði að finna gnótt bílastæða auk þeirra fjölmörgu stæða sem dreifð eru um gjörvalla miðborg. Sumargötur sem ráðgerðar eru frá maí til septemberloka verða á Laugavegi frá Vatnsstíg (vestan Frakkastígs) að Bankastræti, neðst á Skólavörðustíg, frá Bergstaðastræti að Bankastræti, Pósthússtræti og Austurstræti. Opið verður fyrir umferð og aðföng til hádegis hvern virkan dag. Á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar verður líf og fjör. Ber þar helst að nefna KRÁS, matarmarkaðinn vinsæla á Fógetatorgi sem verður opinn allar helgar í júlí og ágúst, reglubundnar lifandi tónlistarveislur á Ingólfstorgi, fjölbreytilega starfsemi á Torgum í biðstöðu, reglubundna viðburði Götuleikhússins og Hins hússins og reglubundnar uppákomur tengdar Löngum laugardögum sem eru að jafnaði fyrstu laugardagar hvers mánaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru. Í næstu grein verður nánar farið yfir framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í miðborginni á komandi mánuðum og misserum.Með bestu óskum um gleðilegt og sólríkt miðborgarsumar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar