Lífið

Myndlistin innblásin af tilvistarkreppu

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Gotti Bernhöft listamaður
Gotti Bernhöft listamaður Visir/Ernir
„Pælingin á bak við sýninguna er tilvistarkreppa, mín sýn á nútímann og hvert þróunin hefur leitt okkur. Punkturinn er að þróunin sem við höldum að sé ósjálfráð, er það ekki,“ segir Gotti Bernhöft listamaður.

Hann opnar sýninguna Horfið í Ófeigs gullsmiðju og galleríi klukkan 16 í dag. Gotti á farsælan feril að baki, en auk þess að hafa hannað verslanir og verið skóhönnuður hjá íslenska skómerkinu X 18, þá er hann höfundur geimverunnar sem prýddi plötuumslag Ágætis byrjunar Sigur Rósar.

Myndirnar á sýningunni eru að hans sögn penar og litskrúðugar, en flestar eru þær af dýrum, mörg hver þeirra sem eru í útrýmingarhættu. „Myndlist má ekki vera of ögrandi, hún þarf að passa upp á vegg. Ég er ekki að þessu til að auka ljótleika heldur til þess að bæta hann,“ segir hann.

Ein stærsta mynd sýningarinnar er um þroskann og hvað við gefum af okkur þegar við þroskumst. „Áður en maðurinn varð hluti af samfélaginu þá vorum við frjáls og partur af náttúrunni. Við gefum frá okkur visst frelsi til dæmis þegar við erum börn og förum í skóla,“ segir Gotti. Sýningin verður opin til 15. janúar á opnunartíma Ófeigs gullsmiðju, Skólavörðustíg 5.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×