Stöðugleiki tryggir aukna velferð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í yfir 90 ár. Dagurinn er helgaður baráttu og samstöðu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Þessi barátta hefur skilað verkafólki og raunar öllu launafólki miklum ávinningi í gegnum tíðina og átt drjúgan þátt í því að tekist hefur að skapa gott samfélag. Þó lífskjör séu hér almennt góð og alþjóðlegur samanburður sýni mjög sterka stöðu Íslands á nær öllum sviðum hefur gengið erfiðlega að skapa hér stöðugt efnahagsumhverfi til lengri tíma. Mikil orka hefur farið í deilur á vinnumarkaði, stundum til að ræða skiptingu á því sem ekki hefur verið til. Þeirri orku væri betur varið í það að skapa meira til skiptanna. Samtökum á vinnumarkaði og ríkinu hefur ekki tekist að sameinast um aðgerðir til framleiðniaukningar til að ná því markmiði. Þar getum við tekið aðrar Norðurlandaþjóðir okkur til fyrirmyndar.Innistæðulausir tékkar Aukin velferð almennings er stærsta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Um nokkurt skeið hefur staða þjóðarbúsins verið að batna og kjaraviðræður taka mið af því. Sem betur fer er nú eitthvað til skiptanna og kaupmáttur hefur vaxið óvenju hratt. Verkefni samningsaðila er að skipta með sér ávinningi með réttlátum hætti, en ekki að gefa út innstæðulausa tékka sem færa okkur aftur í tímann og rýra lífskjör. Ríkisstjórnin vill forðast samninga sem geta leitt til verðbólgu og trúir því að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur séu sama sinnis. Hátíðahöldin í dag eru haldin við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga er lág, kaupmáttur hefur aukist, hagvöxtur er umtalsverður og atvinnuleysi lítið. Á hinn bóginn hvílir yfir deginum skuggi vinnudeilna og verkfalla. Þau eru nú þegar skollin á og í undirbúningi eru frekari verkföll sem lamað geta þjóðfélagið undir lok mánaðarins. Mikil ábyrgð hvílir því á atvinnurekendum, verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Allir ættu að vera meðvitaðir um afleiðingar þess fyrir samfélagið ef gerðir verða samningar sem leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að finna lausn sem skapar réttláta dreifingu þeirra auknu verðmæta sem eru að verða til. Ríkisstjórnin ítrekar vilja sinn til að liðka fyrir gerð slíkra samninga. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur verkafólks hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í yfir 90 ár. Dagurinn er helgaður baráttu og samstöðu verkafólks fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Þessi barátta hefur skilað verkafólki og raunar öllu launafólki miklum ávinningi í gegnum tíðina og átt drjúgan þátt í því að tekist hefur að skapa gott samfélag. Þó lífskjör séu hér almennt góð og alþjóðlegur samanburður sýni mjög sterka stöðu Íslands á nær öllum sviðum hefur gengið erfiðlega að skapa hér stöðugt efnahagsumhverfi til lengri tíma. Mikil orka hefur farið í deilur á vinnumarkaði, stundum til að ræða skiptingu á því sem ekki hefur verið til. Þeirri orku væri betur varið í það að skapa meira til skiptanna. Samtökum á vinnumarkaði og ríkinu hefur ekki tekist að sameinast um aðgerðir til framleiðniaukningar til að ná því markmiði. Þar getum við tekið aðrar Norðurlandaþjóðir okkur til fyrirmyndar.Innistæðulausir tékkar Aukin velferð almennings er stærsta verkefni stjórnmálanna á hverjum tíma. Um nokkurt skeið hefur staða þjóðarbúsins verið að batna og kjaraviðræður taka mið af því. Sem betur fer er nú eitthvað til skiptanna og kaupmáttur hefur vaxið óvenju hratt. Verkefni samningsaðila er að skipta með sér ávinningi með réttlátum hætti, en ekki að gefa út innstæðulausa tékka sem færa okkur aftur í tímann og rýra lífskjör. Ríkisstjórnin vill forðast samninga sem geta leitt til verðbólgu og trúir því að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur séu sama sinnis. Hátíðahöldin í dag eru haldin við óvenjulegar aðstæður. Verðbólga er lág, kaupmáttur hefur aukist, hagvöxtur er umtalsverður og atvinnuleysi lítið. Á hinn bóginn hvílir yfir deginum skuggi vinnudeilna og verkfalla. Þau eru nú þegar skollin á og í undirbúningi eru frekari verkföll sem lamað geta þjóðfélagið undir lok mánaðarins. Mikil ábyrgð hvílir því á atvinnurekendum, verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Allir ættu að vera meðvitaðir um afleiðingar þess fyrir samfélagið ef gerðir verða samningar sem leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að finna lausn sem skapar réttláta dreifingu þeirra auknu verðmæta sem eru að verða til. Ríkisstjórnin ítrekar vilja sinn til að liðka fyrir gerð slíkra samninga. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkafólks.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun