Finnur Freyr: Sætti mig strax við pressuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 07:00 Finnur Freyr Stefánsson með bikarinn sem verður áfram í KR-heimilinu við Frostaskjól næsta árið hið minnsta. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“ Dominos-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson stendur uppi sem sigurvegari eftir langt tímabil með KR sem virtist ætla að taka óvænta stefnu undir lokin eftir mikla yfirburði framan af vetri. KR tapaði fyrst fyrir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins í lok febrúar á lokamínútunum, eftir að leikstjórnandinn Pavel Ermolinskij fór út af meiddur. KR-ingar þurftu í raun að læra að spila án hans og lentu í kröppum dansi gegn Njarðvík í undanúrslitum úrslitakeppninnar þar sem liðið komst í lokaúrslitin gegn Tindastóli eftir tvíframlengdan oddaleik. KR-ingar unnu svo Stólana 3-1 í úrslitunum og Finnur Freyr varð um leið fyrsti þjálfari KR sem vinnur tvo Íslandsmeistaratitla í röð síðan Gordon Godfrey gerði það árið 1968.Þýðir ekkert að vera hræddur „Það eru fánar inni í sal og ég var strax byrjaður að pæla í þessu um leið og við unnum síðast. Markmiðið var að ná öðrum strax og það er gríðarlega sætt að það tókst,“ sagði Finnur Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann er uppalinn í KR og þessi 32 ára þjálfari þekkir vel hvað það þýðir að vera þjálfari meistaraflokks karla. „Ég ákvað strax og ég tók starfið að mér að sætta mig við pressuna sem því fylgir. Það þýðir ekkert að vera hræddur. Ef maður verður rekinn þá tekur maður því bara. Ég hef fulla trú á því sem ég geri og ef mér tekst að ná mínu fram þá er það frábært. Ef ekki, þá er það bara gott og blessað.“ Í ár fagnaði KR 50 ára afmæli fyrsta Íslandsmeistaratitils síns í körfubolta. Í því liði eru menn sem fylgjast náið með gangi mála í dag og er Finnur þakklátur fyrir það. „Þetta eru menn sem lögðu grunninn að þessu öllu. Þeir og fleiri sem hafa spilað með KR í gegnum tíðina hafa stutt dyggilega við okkur. Margir þeirra voru fremstu menn í stúkunni í Síkinu og fögnuðu titlinum með okkur. Þannig á það að vera.“Styrkur í áföllunum Finnur segir að tapið gegn Stjörnunni í bikarnum og meiðsli Pavels hafi verið áfall fyrir liðið. Áfall sem liðið komst ekki yfir í leiknum sjálfum. „Auðvitað sat það í manni. Ég lét það samt ekki stoppa mig og við héldum áfram. Án Pavels tók KR miklum framförum – það tók tíma enda getur maður ímyndað sér hvað Tindastóll gerir án Darrels Lewis, Njarðvík án Loga Gunnarssonar og Stjarnan án Justins Shouse? Við fundum styrk í áfallinu og það rak okkur áfram.“ Það gekk svo á ýmsu gegn Njarðvík. Stefan Bonneau, sem Finnur kallar „martraðamanninn sinn“, lék KR grátt og í fjórða leik liðanna rúlluðu Njarðvíkingar yfir þá svarthvítu. „Ég tók áhættu í þeim leik og lét Michael Craion sitja í síðari hálfleik. Hann var þreyttur og lemstraður eftir síðasta leik á undan og ég tók þessa ákvörðun. Ég fékk mikla gagnrýni fyrir hana og það var erfitt að taka hana en ég er handviss um að hún hafi verið rétt. Hann átti svo stórleik í oddaleiknum,“ segir Finnur Freyr sem lætur sér fátt um finnast þó svo að gagnrýnisraddir láti mikið í sér heyra. „Ég hlusta á fólkið sem er í innsta hring en mér er svo sama um annað. Þetta snýst ekki um mig heldur erum við ein stór fjölskylda leikmanna og annarra sem störfum í kringum þetta á einn eða annan hátt. Ég væri ekki hér án þeirra allra.“ Finnur Freyr hefur verið þjálfari hálfa ævina og neitar því ekki að sú tilhugsun heilli að þjálfa sterkt lið í atvinnumannadeild í Evrópu. „Það væri skemmtilegt en sem stendur er ég einbeittur í því sem ég er að gera hjá mínu félagi. Ég gæti ekki haft það betra en að þjálfa hjá mínu uppeldisfélagi. Það eru forréttindi að vera í þessum hópi og ég hef lært heilmikið af því að vinna með þessum leikmönnum. Maður er alltaf að læra.“
Dominos-deild karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira