Dæmt að bann við blóðgjöf brjóti í bága við mannréttindaskrá ESB Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 07:00 Samkynhneigðir karlmenn mega ekki gefa blóð á Íslandi. Í síðustu viku féll dómur hjá Evrópudómstólnum í svo kölluðu Léger-máli þar sem segir að blátt bann í franskri löggjöf við blóðgjöf samkynhneigðra kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB, þar sem mismunun byggð á kynhneigð er bönnuð. Í dómnum kemur fram að endanlegt svar velti á því hvort bannið virði meðalhófsregluna. Það þýðir að bann við blóðgjöf eigi ekki að ganga lengra en þörf er á til að tryggja almannaheilbrigði. Slíkt bann gæti staðist ef ekki er hægt að koma í veg fyrir mikla áhættu á smiti með nútímatækni eða ef faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum er í samfélaginu. Samkynhneigðum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi og voru þau lög sett vegna alnæmisfaraldurs snemma á níunda áratugnum.Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Varla er hægt að tala um faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum á Íslandi í dag en árið 2014 smituðust tíu af HIV á Íslandi og samkvæmt nýjustu tölum um dreifingu veirunnar smitast HIV í 38 prósentum tilfella vegna kynmaka samkynhneigðra karlmanna, sem er sama hlutfall og smitast vegna kynmaka gagnkynhneigðra. Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að til grundvallar í málinu liggi frönsk löggjöf sem byggir á ESB-tilskipun sem einnig sé hluti af EES-samningnum. „Þannig má segja að sambærileg sjónarmið kynnu að geta komið til skoðunar hér á landi. Hins vegar þarf að hafa í huga að Mannréttindaskrá ESB, sem í málinu gegnir lykilhlutverki, er ekki hluti af EES-samningnum. Sú staðreynd skapar ákveðna togstreitu í EES-réttinum sem enn hefur ekki verið leyst úr fullkomlega – sérstaklega þar sem EFTA-ríkin hafa enn ekki tekið afstöðu til stöðu Mannréttindaskrárinnar í EES-réttinum," segir Gunnar. Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur hjá Evrópudómstólnum í svo kölluðu Léger-máli þar sem segir að blátt bann í franskri löggjöf við blóðgjöf samkynhneigðra kunni að brjóta í bága við Mannréttindaskrá ESB, þar sem mismunun byggð á kynhneigð er bönnuð. Í dómnum kemur fram að endanlegt svar velti á því hvort bannið virði meðalhófsregluna. Það þýðir að bann við blóðgjöf eigi ekki að ganga lengra en þörf er á til að tryggja almannaheilbrigði. Slíkt bann gæti staðist ef ekki er hægt að koma í veg fyrir mikla áhættu á smiti með nútímatækni eða ef faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum er í samfélaginu. Samkynhneigðum karlmönnum er bannað að gefa blóð á Íslandi og voru þau lög sett vegna alnæmisfaraldurs snemma á níunda áratugnum.Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.Varla er hægt að tala um faraldur HIV-smits hjá samkynhneigðum á Íslandi í dag en árið 2014 smituðust tíu af HIV á Íslandi og samkvæmt nýjustu tölum um dreifingu veirunnar smitast HIV í 38 prósentum tilfella vegna kynmaka samkynhneigðra karlmanna, sem er sama hlutfall og smitast vegna kynmaka gagnkynhneigðra. Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að til grundvallar í málinu liggi frönsk löggjöf sem byggir á ESB-tilskipun sem einnig sé hluti af EES-samningnum. „Þannig má segja að sambærileg sjónarmið kynnu að geta komið til skoðunar hér á landi. Hins vegar þarf að hafa í huga að Mannréttindaskrá ESB, sem í málinu gegnir lykilhlutverki, er ekki hluti af EES-samningnum. Sú staðreynd skapar ákveðna togstreitu í EES-réttinum sem enn hefur ekki verið leyst úr fullkomlega – sérstaklega þar sem EFTA-ríkin hafa enn ekki tekið afstöðu til stöðu Mannréttindaskrárinnar í EES-réttinum," segir Gunnar.
Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira