Sjónskert stúlka kemst ekki ferða sinna: „Einangrar sig frekar en að fara í rútunni“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2015 08:00 Snæfríður segist ekki vilja fara með rútu í skólann. „Það er frekar skrýtið, ég á ekki að þurfa að fara í þessa þjónustu. Ég get alveg séð um þetta sjálf,“ segir Snæfríður. vísir/valli Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“ Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. Foreldrar hennar eru orðnir langþreyttir á úrræða- og skilningsleysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður gengur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“Snæfríði ekki tekið eins og hún er Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar samræður og því hafi þau foreldrarnir ákveðið að fara hina lögbundnu leið og er málið komið í ferli. Hún segir skólasögu Snæfríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæfríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heilan klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landakortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“Gleymska eða áhugaleysi? Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennaranna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæfríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallaratriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í samfélaginu, að það gleymi því stöðugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir takmörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira