Um verkföll á Rannsóknarsviði Landspítalans Yfirlæknar skrifar 9. maí 2015 07:00 Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rannsóknadeilda forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á Rannsóknarsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í 5 vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndluð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundruð sjúklinga sem bíða þess að komast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrirséðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfallið niður á öðrum mikilvægum þáttum eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á Rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjaraviðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Arthur Löve, yfirlæknir VeirufræðideildarBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ÓnæmisfræðideildarÍsleifur Ólafsson, yfirlæknir Klínískrar lífefnafæðideildarJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir MeinafræðideilarJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Erfða- og sameindalæknisfræðideildarKarl G. Kristinsson, yfirlæknir SýklafræðideildarÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri RannsóknarsviðsPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir BlóðmeinafræðideildarPétur Hannesson, yfirlæknir Röntgendeildar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rannsóknadeilda forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðingar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á Rannsóknarsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í 5 vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráðveikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndluð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundruð sjúklinga sem bíða þess að komast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrirséðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfallið niður á öðrum mikilvægum þáttum eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á Rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjaraviðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Arthur Löve, yfirlæknir VeirufræðideildarBjörn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ÓnæmisfræðideildarÍsleifur Ólafsson, yfirlæknir Klínískrar lífefnafæðideildarJón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir MeinafræðideilarJón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Erfða- og sameindalæknisfræðideildarKarl G. Kristinsson, yfirlæknir SýklafræðideildarÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri RannsóknarsviðsPáll Torfi Önundarson, yfirlæknir BlóðmeinafræðideildarPétur Hannesson, yfirlæknir Röntgendeildar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar