Lífið

Frumsýnt á Vísi: Borgarstjóri og trommuleikari í hár saman

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson og Hrafnkell Örn Guðjónsson sjást hér í nýju myndbandi frá UN Women.
Dagur B. Eggertsson og Hrafnkell Örn Guðjónsson sjást hér í nýju myndbandi frá UN Women.
Í nýju myndbandi frá landsnefnd UN Women má sjá hina hárprúðu Dag B. Eggertsson, borgarstjóra og Hrafnkel Örn Guðjónsson, trommuleikara Agent Fresco, fara í hár saman.

Allt er það þó í gamni gert og er myndbandið liður í nýrri herferð UN Women sem ber nafnið HeForShe – Ólíkir en sammála um kynjajafnrétti. Á næstu tveimur vikum munu samtökin sýna sex örmyndbönd til að vekja athygli á baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og hvetja karlmenn til þess að skrá sig sem styrktaraðila. 

Herferðin hófst á mánudag með myndbandi með Tómösunum þremur; Talninga-Tómasi, Tilfinninga-Tómasi og Lækna-Tómasi þar sem þeir hittast í fyrsta sinn við styttu af Tómasi Guðmundsyni ljóðskáldi.

Markmiðið er að hvetja karlmenn til þess að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti en hin alþjóðlega HeForShe-herferð tókst vel hérlendis í fyrra.

„Einn af hverjum tuttugu karlmönnum á Íslandi skráðu sig sem HeForShe síðastliðið haust þegar alþjóðlega átakinu var ýtt úr vör. Væri ekki frábært ef þessir sömu karlmenn myndu skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila UN Women og stuðla þannig að jákvæðum breytingum á lífi kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims,“ segir Hanna Eiríksdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women.

Nánar er hægt að kynna sér herferðina á Heforshe.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.