Bíó og sjónvarp

Ljóstrað upp leyndarmáli á Instagram

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Sjónvarpsþáttaraðirnar Sex and the City og kvikmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hafa notið talsverðra vinsælda.
Sjónvarpsþáttaraðirnar Sex and the City og kvikmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hafa notið talsverðra vinsælda. Vísir/Getty
Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beðmál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg.

Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinnkaupapoka verslunarinnar í hendi.

Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri.

Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja myndin í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Instagram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture.

Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttaraðir luku göngu sinni. Alls voru framleiddar sex þáttaraðir og með aðalhlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon.

Hér má sjá myndina sem Sarah Jessica Parker birti á Instagram síðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.