Tvíeggjað sverð Elín Hirst skrifar 13. maí 2015 07:00 Fregnir um að lífi sjúklinga sé stefnt í hættu vegna þess að þeir fá ekki viðeigandi meðferð vegna verkfalla vekja óhug. Sérfræðingur í krabbameinslækningum segir að fáist ekki nauðsynlegar undanþágur kunni svo að fara að það kosti mannslíf. Nauðsynlegar undanþágur hljóta því að verða veittar tafarlaust. Neyðarástand hefur ríkt á svínabúum því ekki er hægt að slátra dýrunum en þegar dýrin stækka og þyngjast leiðir það til svo mikilla þrengsla í stíum svo dýrin hafa ekki rými til að hreyfa sig. Það er óhæft. Þessi staða sýnir einnig glöggt hve þröngt er um eldisdýrin við venjulegar aðstæður sem veldur áhyggjum. Eðli verkfalla er því miður þannig að oft bitna þau ekki síður á öðrum en þeim sem vinnudeilan beinist að, auk þess sem verkföll ólíkra starfsstétta hafa misalvarleg áhrif á gangverk samfélagsins. Þess vegna er verkfallsvopnið beitt og um leið vandmeðfarið. Auðvitað eiga sjúkir og þurfandi að vera í algerum forgangi þegar verkfallsástand ríkir, eins og nú er. Yfirleitt sýna menn mannúð og skilning og veita nauðsynlegustu undanþágur á meðan á verkföllum stendur, en núverandi staða er þó þannig að ekki er hægt að halda uppi bráðnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Sú staðreynd hlýtur einnig að taka mjög mikið á þá sem eru í verkfalli og vita af vaxandi vandræðum og neyð þeirra sem síst skyldi. Verkföll hljóta að vera þrautalending, þar sem svo mikið er lagt undir og svo miklu fórnað og þau verða að skila þeim sem hana heyja árangri. Um það er varla deilt lengur að það sem skiptir langmestu máli er að tryggja kaupmátt þeirra launa sem fólk aflar. Fjarstæða er að láta það henda að knýja fram „of miklar launahækkanir“ sem brenna samstundis upp á verðbólgubáli. Við Íslendingar þekkjum þannig „kjarabætur“ af biturri reynslu. Til að verja kaupmáttinn er því lykilatriði að þeir kjarasamningar sem nú er verið að reyna að ná verði gerðir með það að markmiði að halda þeim stöðugleika sem nú ríkir í efnahagskerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Elín Hirst Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir um að lífi sjúklinga sé stefnt í hættu vegna þess að þeir fá ekki viðeigandi meðferð vegna verkfalla vekja óhug. Sérfræðingur í krabbameinslækningum segir að fáist ekki nauðsynlegar undanþágur kunni svo að fara að það kosti mannslíf. Nauðsynlegar undanþágur hljóta því að verða veittar tafarlaust. Neyðarástand hefur ríkt á svínabúum því ekki er hægt að slátra dýrunum en þegar dýrin stækka og þyngjast leiðir það til svo mikilla þrengsla í stíum svo dýrin hafa ekki rými til að hreyfa sig. Það er óhæft. Þessi staða sýnir einnig glöggt hve þröngt er um eldisdýrin við venjulegar aðstæður sem veldur áhyggjum. Eðli verkfalla er því miður þannig að oft bitna þau ekki síður á öðrum en þeim sem vinnudeilan beinist að, auk þess sem verkföll ólíkra starfsstétta hafa misalvarleg áhrif á gangverk samfélagsins. Þess vegna er verkfallsvopnið beitt og um leið vandmeðfarið. Auðvitað eiga sjúkir og þurfandi að vera í algerum forgangi þegar verkfallsástand ríkir, eins og nú er. Yfirleitt sýna menn mannúð og skilning og veita nauðsynlegustu undanþágur á meðan á verkföllum stendur, en núverandi staða er þó þannig að ekki er hægt að halda uppi bráðnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Sú staðreynd hlýtur einnig að taka mjög mikið á þá sem eru í verkfalli og vita af vaxandi vandræðum og neyð þeirra sem síst skyldi. Verkföll hljóta að vera þrautalending, þar sem svo mikið er lagt undir og svo miklu fórnað og þau verða að skila þeim sem hana heyja árangri. Um það er varla deilt lengur að það sem skiptir langmestu máli er að tryggja kaupmátt þeirra launa sem fólk aflar. Fjarstæða er að láta það henda að knýja fram „of miklar launahækkanir“ sem brenna samstundis upp á verðbólgubáli. Við Íslendingar þekkjum þannig „kjarabætur“ af biturri reynslu. Til að verja kaupmáttinn er því lykilatriði að þeir kjarasamningar sem nú er verið að reyna að ná verði gerðir með það að markmiði að halda þeim stöðugleika sem nú ríkir í efnahagskerfinu.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar