Bíó og sjónvarp

Stikla frumsýnd á Vísi: Gróf í tali en með hreint hjarta

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Sigurður Anton hefur skrifað frá unga aldri og væntanleg er hans önnur kvikmynd í fullri lengd.
Sigurður Anton hefur skrifað frá unga aldri og væntanleg er hans önnur kvikmynd í fullri lengd. Vísir/GVA
„Fyrst og fremst er þetta mynd um manneskjur,“ segir Sigurður Anton Friðþjófsson, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Webcam, sem frumsýnd verður þann áttunda júlí.

Myndin fjallar um unga stúlku sem fækkar fötum fyrir framan vefmyndavél og gerist svokölluð camgirl og hvers konar áhrif það hefur á hana og sambönd hennar við vini, kærasta og fjölskyldu.

Þetta er önnur mynd Sigurðar í fullri lengd.

Nýtt plakat myndarinnar, sem verður frumsýnd 8. júlí.
„Hún er ekki ögrandi, kannski pínu gróf. Gróf í tali en með hreint hjarta,“ segir hann hlæjandi um myndina sem flokkuð er sem gamanmynd.

Sigurður er hvorki menntaður í kvikmynda- né handritagerð en hann hefur lengi haft áhuga á skrifum.

„Mér finnst skemmtilegast að skrifa, það er svona númer eitt, tvö og þrjú.“ 

Karakterana skrifaði Sigurður flesta með ákveðna leikara í huga. „En ég hafði ekki hugmynd um hver ætti að vera í aðalhlutverkinu,“ segir hann.

Úr varð að Anna Hafþórsdóttir, sem margir kannast við úr þáttunum um Tinna og Tóta, fer með hlutverk vefmyndavélastúlkunnar. Henni kynntist Sigurður þegar hún fór með hlutverk í stuttmyndinni Sól sem Sigurður skrifaði og framleiddi.

„Það klikkaði einhvern veginn og ég fann að hún var fullkomin fyrir þetta.“

Myndin var tekin á sextán dögum og því lítið sem mátti út af bregða. „Þetta var bara eitt stórt ævintýri og gekk rosalega vel,“ segir Sigurður ánægður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.