Opin hinseginfræðsla Samtakanna '78 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir opna hinsegin fræðslu Samtakanna '78 vera til að sporna gegn ranghugmyndum. Fréttablaðið/GVA Samtökin ‘78 standa fyrir opinni fræðslu um hinsegin fólk á sunnudaginn næstkomandi. Fræðslustarf Samtakanna hefur verið mikið í umræðunni síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins í apríl síðastliðnum. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson lýsti sig andvígan hinsegin fræðslu í grunnskólum og stofnaði Facebook-síðu sem hann nefndi Barnaskjól. Í kjölfarið vaknaði mikil umræða um hinsegin fræðslu í skólum. „Fræðslan er haldin út af þessari miklu umræðu sem hefur verið um fræðslu samtakanna og fræðslustörf almennt. Í kjölfarið ákváðu Samtökin ‘78 að blása til opinnar fræðslu vegna mikilla ranghugmynda í umræðunni, til dæmis á internetinu og á Útvarpi Sögu, um hvað svona fræðsla snýst og hvernig hún fer fram,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78 en mikil umræða myndaðist meðal annars í þættinum „Línan laus“ á Útvarpi Sögu þar sem hlustendur hringdu inn og töluðu gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. „Fræðslan snýst um að fræða fólk um hvað það er að vera hinsegin og mismunandi hópa innan hinsegin flórunnar. Við tölum um mismunandi kynhneigð, kynvitund og kyn. Svo tölum við líka um fordóma og staðalímyndir, lagalega stöðu hinsegin fólks og loks eru opnar umræður og spurningum svarað,“ segir Ugla um fræðsluna. Opin fræðsla samtakanna, sem hefur aldrei verið haldin áður, fer fram á alþjóðlegum degi gegn hinsegin fóbíu. Ugla segir samtökin hafa hvatt bæjarfélög til þess að flagga hinsegin fánanum á þessum degi undanfarin ár. Alþjóðlegur dagur gegn hinseginfóbíu er upprunninn í Bandaríkjunum og var fyrst haldinn árið 2005. Dagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur 17. maí. Opin hinsegin fræðsla Samtakanna fer fram næsta sunnudag í Háteigsskóla klukkan 15.00. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Samtökin ‘78 standa fyrir opinni fræðslu um hinsegin fólk á sunnudaginn næstkomandi. Fræðslustarf Samtakanna hefur verið mikið í umræðunni síðan bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að efla hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins í apríl síðastliðnum. Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson lýsti sig andvígan hinsegin fræðslu í grunnskólum og stofnaði Facebook-síðu sem hann nefndi Barnaskjól. Í kjölfarið vaknaði mikil umræða um hinsegin fræðslu í skólum. „Fræðslan er haldin út af þessari miklu umræðu sem hefur verið um fræðslu samtakanna og fræðslustörf almennt. Í kjölfarið ákváðu Samtökin ‘78 að blása til opinnar fræðslu vegna mikilla ranghugmynda í umræðunni, til dæmis á internetinu og á Útvarpi Sögu, um hvað svona fræðsla snýst og hvernig hún fer fram,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78 en mikil umræða myndaðist meðal annars í þættinum „Línan laus“ á Útvarpi Sögu þar sem hlustendur hringdu inn og töluðu gegn hinsegin fræðslu í grunnskólum. „Fræðslan snýst um að fræða fólk um hvað það er að vera hinsegin og mismunandi hópa innan hinsegin flórunnar. Við tölum um mismunandi kynhneigð, kynvitund og kyn. Svo tölum við líka um fordóma og staðalímyndir, lagalega stöðu hinsegin fólks og loks eru opnar umræður og spurningum svarað,“ segir Ugla um fræðsluna. Opin fræðsla samtakanna, sem hefur aldrei verið haldin áður, fer fram á alþjóðlegum degi gegn hinsegin fóbíu. Ugla segir samtökin hafa hvatt bæjarfélög til þess að flagga hinsegin fánanum á þessum degi undanfarin ár. Alþjóðlegur dagur gegn hinseginfóbíu er upprunninn í Bandaríkjunum og var fyrst haldinn árið 2005. Dagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur 17. maí. Opin hinsegin fræðsla Samtakanna fer fram næsta sunnudag í Háteigsskóla klukkan 15.00.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira