Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. maí 2015 07:00 Dreifbréfið. Sverrir Agnarsson er staddur úti. vísir Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast. Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. Heimamenn hafa verið hvattir til að sniðganga Ísland og íslenskar vörur. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld svari fyrir sig. „Menn eru skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Auglýsingaspjöldum þar sem hvatt er til þess að sniðganga Ísland og íslenskar vörur hefur verið dreift um borgina. Þar er Ísland sagt hafa „lítilsvirt og afhelgað tákn kristni okkar, menningu og sögulegt minni með því að setja upp mosku í kirkjunni Santa Maria della Misericordia.“ Sverrir segir grundvallarmisskilnings gæta varðandi húsnæðið sem hýsir íslenska skálann. Þar hafi verið kirkja en hún hafi verið afhelguð árið 1973 og meðal annars notuð sem vöruskemma. Mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld bregðist við gagnrýninni, en Sverrir segir íslenska konsúlinn hafa tekið undir þessi röngu sjónarmið. Sverrir segir að verið sé að ráðast á Ísland og íslenska hagsmuni á fölskum forsendum og það verði að leiðrétta. Í dreifimiðanum segir meðal annars: „Svörum lítillækandi, móðgandi og ögrandi gjörðum þjóðar sem virðist enn vera ósiðmenntuð með því að sniðganga vörur þeirra og tilboð varðandi ferðamennsku frá landi þeirra ÍSLANDI! Hættum að kaupa vörur made in Iceland eða eins og í þeirra tilviki fisk og afurðir úr Norðurhafinu.“ Forsvarsmaður mótmælanna er sagður vera Luigi Coró, sem hvetur til þess að andmæli séu send á ræðismannsskrifstofu Íslands í Mílanó. Sverrir segir að mótmælin séu nú farin að snúast gegn Íslandi og íslenska fánanum, með blekkingum. Við því þurfi að bregðast.
Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54