Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Hafnarstjóri segir umfang starfseminnar á Grundartanga fela í sér skyldur gagnvart umhverfinu og að það eigi líka við um Silicor Materials. Fréttablaðið/Vilhelm „Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
„Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira