Engin eiturefni að finna í sólarkísilryki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. maí 2015 07:00 Hafnarstjóri segir umfang starfseminnar á Grundartanga fela í sér skyldur gagnvart umhverfinu og að það eigi líka við um Silicor Materials. Fréttablaðið/Vilhelm „Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Styrkur verkefnisins liggur í hinni nýju tækni sem hlífir umhverfinu og er því ekki í andstöðu við náttúru og lífríki,“ segir í svari Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, til samtakanna Umhverfisvaktin í Hvalfirði. Spurningalisti frá Umhverfisvaktinni vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga var lagður fyrir síðasta fund stjórnar Faxaflóahafna sem fól Gísla hafnarstjóra að taka saman svör. „Útstreymi koltvísýrings er áætlað um 100 til 800 tonn á ári sem mun vera svipað og frá meðalstóru mjólkurbúi á Íslandi með 35 kýr,“ segir í svari Gísla sem kveður mjólkurbú af þeirri stærðargráðu senda frá sér 500 tonn af koltvísýringi á ári.Gísli Gíslason Hafnarstjóri Faxaflóahafna.Umhverfisvaktin spurði um eiturefnainnihald þeirra sextíu tonna af ryki sem áætlað sé að verksmiðja Silicor Materials sendi frá sér árlega. „Engin eiturefni eiga að vera í því ryki sem tilkynnt er um að komi frá starfseminni,“ svarar Gísli og bendir á að í umræðunni sé sólarkísilframleiðslu stundum ruglað saman við kísilframleiðslu. Þá segir Gísli að Silicor Materials hafi skilað þeim gögnum og farið í gegnum þau ferli sem íslensk lög geri ráð fyrir. „Margvíslegar áhættugreiningar og áreiðanleikakannanir hafa verið unnar á framleiðsluferlinu og verkefninu sjálfu og er niðurstaða þeirra allra jákvæð, það er hvað varðar fjárfestingu, tækni og umhverfisáhrif, sem metin eru óveruleg.“ Umhverfisvaktin segir að nú þegar sé gríðarleg hávaða- og sjónmengun af verksmiðjum á Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials muni gera hana langtum verri. „Ríkur vilji er til þess að mæta þeim atriðum sem lúta að hljóði og lýsingu með aðgerðum sem draga eins og kostur er úr áhrifum þessa á nágrennið,“ svarar Gísli. Að sögn Umhverfisvaktarinnar er verið að breyta náttúruperlunni Hvalfirði í ruslakistu. Gísli segir að stefnt hafi verið að atvinnuuppbyggingu á Grundartanga í áratugi. Þar séu nú um eitt þúsund fastir starfsmenn. Umfangið leggi þær skyldur á herðar þeirra sem að málum koma að gæta að umhverfisáhrifum. „Bygging verksmiðju Silicor er þar engin undantekning, en verksmiðjan mun framleiða hráefni í sólarhlöð sem munu á sinn hátt stuðla að nýtingu vistvænni orkugjafa en nú er notaðir víða um heim,“ segir í svörum hafnarstjórans.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira