Pólitískar breytingar liggja í loftinu Elín Albertsdóttir skrifar 16. maí 2015 11:00 Margrét segist alltaf vera með nefið niðri í pólitíkinni. En hún hefur mörg önnur áhugamál líka; garðyrkju, hjólaferðir og bóklestur. Mynd/GVA Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, er að skrifa barnabók sem fjallar um Ísland. Hún saknar stjórnmálavafstursins og stefnir á stjórnmálaþátttöku á nýjan leik. Enginn flokkur hentar henni þó núna. Margrét var á fullu í garðstörfum þegar við náðum tali af henni. „Við erum búin að bera á pallinn, pússa garðhúsgögnin og taka til í garðinum eftir veturinn,“ sagði hún. „Við tókum okkur frí, notuðum þurrkinn til að láta hendur standa fram úr ermum. Tiltekt í bílskúrnum er næst á dagskrá og við ætlum að nota helgina í hana,“ segir Margrét sem býr í suðurhlíðum Kópavogs og er með stóran og skjólgóðan garð. „Fyrir nokkrum árum vorum við að spá í að kaupa okkur sumarbústað. Ákváðum síðan að hafa sumarhúsið í garðinum, byggðum stóran pall og fengum okkur pott. Það er mjög notalegt í garðinum á góðviðrisdögum.Barnabók á leiðinni Annars er ég mest að fást við ritstjórn og ritstörf. Ég er að skrifa bók fyrir krakka sem verður um Ísland og kemur út næsta vor. Bókina er ég að vinna með teiknara og hún er vel á veg komin. Þetta er bók fyrir breiðan aldur,“ útskýrir Margrét en þetta er fjórða barnabókin hennar. „Það er óhemju skemmtilegt að fást við þetta verkefni,“ segir hún. Margrét er bókmenntafræðingur að mennt og starfaði sem ritstjóri hjá Máli og menningu og síðan Eddu útgáfu en var svo sjálfstætt starfandi. Hún var auk þessa að ljúka við ritstjórn á texta í ferðamannabók. Þar fyrir utan hefur hún nóg að gera í textagerð fyrir hin ýmsu fyrirtæki.Aftur á þing Margrét segist sakna stjórnmálavafstursins að sumu leyti og segist vel geta hugsað sér að fara aftur á þing. „Ég er reyndar fegin að vera ekki á þingi á þessum tíma ársins þegar störfin fara í sinn ljótasta ham. En ég á eftir að koma í gegn einni stjórnarskrá eða svo. Það var ótrúlega mikil og góð reynsla sem ég fékk á Alþingi og er mjög þakklát fyrir hana,“ segir Margrét, sem fylgist vel með öllu því sem gerist í íslenskum stjórnmálum. „Ég er með nefið niðri í öllu sem viðkemur pólitík,“ segir hún. „Ég les meira að segja frumvörp. Mér finnst ástandið hörmulegt á Alþingi. Pólitíkin virðist í pattstöðu en mér finnst samt eins og það sé eitthvað í farvatninu. Það er svo mikil spenna í loftinu að hún hlýtur að brjótast út fyrr en seinna. Ég veit ekki hvað gæti gerst en við getum ekki verið í svona spennu endalaust. Það hefur svo margt verið í kyrrstöðu, gjaldeyrishöftin eru hér enn, að ég tali ekki um stöðuna á vinnumarkaði. Sumir stjórnmálamenn eru ekki í tengslum við almenning. Þeir vita ekki hvernig lífið gengur fyrir sig hjá hinum almenna launþega,“ segir Margrét sem segist vera í góðu sambandi við alþingismenn úr mörgum flokkum.Enginn flokkur áhugaverður Margrét segist alltaf hafa verið pólitísk en eiga erfitt með að samsama sig einhverjum einum flokki. Þegar hún er spurð með hvaða flokki hún vilji helst vinna, svarar hún: „Ég á von á því að landslagið í pólitík verða breytt þegar kemur að næstu kosningum. Ég finn mig ekki með þeim flokkum sem eru starfandi núna en hef mikla trú á meiri samvinnu á vinstri vængnum. Ég mun fylgjast vel með því sem gerist á næstunni. Það hefur verið mikið rót í þjóðfélaginu eftir hrunið en breytingarnar liggja í loftinu.“Er ferðasjúk Margrét segist eiga mörg áhugamál fyrir utan stjórnmálin. „Ég er ferðasjúk. Mér finnst gaman að skreppa í styttri ferðir á hjóli. Svo hef ég líka gaman af því að fara í lengri ferðir. Um páskana fórum við á skíði í Kanada og eyddum svo páskum í Seattle sem var ótrúlega gaman. Í fyrra hjóluðum við meðfram Dóná en ég ætla að vera dugleg að hjóla um höfuðborgarsvæðið í sumar. Mér finnst gaman að skoða mig um á hjóli. Maður upplifir umhverfið á annan hátt en þegar ekið er um í bíl. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á bókmenntum og myndlist. Svo á ég hund sem ég dýrka. Öll útivera og hreyfing er mér að skapi en svo er ég líka góður kokkur. Ég vil elda fallegan mat frá grunni og hann þarf að vera hollur.“ Margrét segist hafa verið alin upp í hjálparsveit skáta. Faðir hennar, Tryggvi Páll Friðriksson, var formaður Landssambands hjálparsveitanna og síðan einn framkvæmdastjóra Landsbjargar. Margrét er gift Jóhanni Ágústi Hansen, viðskiptafræðingi og listaverkasala hjá Gallerí Fold, en þau eiga tvo syni, annar þeirra er fluttur að heiman. Margrét hefur haldið úti bloggi á herdubreid.is. Alþingi Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, er að skrifa barnabók sem fjallar um Ísland. Hún saknar stjórnmálavafstursins og stefnir á stjórnmálaþátttöku á nýjan leik. Enginn flokkur hentar henni þó núna. Margrét var á fullu í garðstörfum þegar við náðum tali af henni. „Við erum búin að bera á pallinn, pússa garðhúsgögnin og taka til í garðinum eftir veturinn,“ sagði hún. „Við tókum okkur frí, notuðum þurrkinn til að láta hendur standa fram úr ermum. Tiltekt í bílskúrnum er næst á dagskrá og við ætlum að nota helgina í hana,“ segir Margrét sem býr í suðurhlíðum Kópavogs og er með stóran og skjólgóðan garð. „Fyrir nokkrum árum vorum við að spá í að kaupa okkur sumarbústað. Ákváðum síðan að hafa sumarhúsið í garðinum, byggðum stóran pall og fengum okkur pott. Það er mjög notalegt í garðinum á góðviðrisdögum.Barnabók á leiðinni Annars er ég mest að fást við ritstjórn og ritstörf. Ég er að skrifa bók fyrir krakka sem verður um Ísland og kemur út næsta vor. Bókina er ég að vinna með teiknara og hún er vel á veg komin. Þetta er bók fyrir breiðan aldur,“ útskýrir Margrét en þetta er fjórða barnabókin hennar. „Það er óhemju skemmtilegt að fást við þetta verkefni,“ segir hún. Margrét er bókmenntafræðingur að mennt og starfaði sem ritstjóri hjá Máli og menningu og síðan Eddu útgáfu en var svo sjálfstætt starfandi. Hún var auk þessa að ljúka við ritstjórn á texta í ferðamannabók. Þar fyrir utan hefur hún nóg að gera í textagerð fyrir hin ýmsu fyrirtæki.Aftur á þing Margrét segist sakna stjórnmálavafstursins að sumu leyti og segist vel geta hugsað sér að fara aftur á þing. „Ég er reyndar fegin að vera ekki á þingi á þessum tíma ársins þegar störfin fara í sinn ljótasta ham. En ég á eftir að koma í gegn einni stjórnarskrá eða svo. Það var ótrúlega mikil og góð reynsla sem ég fékk á Alþingi og er mjög þakklát fyrir hana,“ segir Margrét, sem fylgist vel með öllu því sem gerist í íslenskum stjórnmálum. „Ég er með nefið niðri í öllu sem viðkemur pólitík,“ segir hún. „Ég les meira að segja frumvörp. Mér finnst ástandið hörmulegt á Alþingi. Pólitíkin virðist í pattstöðu en mér finnst samt eins og það sé eitthvað í farvatninu. Það er svo mikil spenna í loftinu að hún hlýtur að brjótast út fyrr en seinna. Ég veit ekki hvað gæti gerst en við getum ekki verið í svona spennu endalaust. Það hefur svo margt verið í kyrrstöðu, gjaldeyrishöftin eru hér enn, að ég tali ekki um stöðuna á vinnumarkaði. Sumir stjórnmálamenn eru ekki í tengslum við almenning. Þeir vita ekki hvernig lífið gengur fyrir sig hjá hinum almenna launþega,“ segir Margrét sem segist vera í góðu sambandi við alþingismenn úr mörgum flokkum.Enginn flokkur áhugaverður Margrét segist alltaf hafa verið pólitísk en eiga erfitt með að samsama sig einhverjum einum flokki. Þegar hún er spurð með hvaða flokki hún vilji helst vinna, svarar hún: „Ég á von á því að landslagið í pólitík verða breytt þegar kemur að næstu kosningum. Ég finn mig ekki með þeim flokkum sem eru starfandi núna en hef mikla trú á meiri samvinnu á vinstri vængnum. Ég mun fylgjast vel með því sem gerist á næstunni. Það hefur verið mikið rót í þjóðfélaginu eftir hrunið en breytingarnar liggja í loftinu.“Er ferðasjúk Margrét segist eiga mörg áhugamál fyrir utan stjórnmálin. „Ég er ferðasjúk. Mér finnst gaman að skreppa í styttri ferðir á hjóli. Svo hef ég líka gaman af því að fara í lengri ferðir. Um páskana fórum við á skíði í Kanada og eyddum svo páskum í Seattle sem var ótrúlega gaman. Í fyrra hjóluðum við meðfram Dóná en ég ætla að vera dugleg að hjóla um höfuðborgarsvæðið í sumar. Mér finnst gaman að skoða mig um á hjóli. Maður upplifir umhverfið á annan hátt en þegar ekið er um í bíl. Ég hef líka mjög mikinn áhuga á bókmenntum og myndlist. Svo á ég hund sem ég dýrka. Öll útivera og hreyfing er mér að skapi en svo er ég líka góður kokkur. Ég vil elda fallegan mat frá grunni og hann þarf að vera hollur.“ Margrét segist hafa verið alin upp í hjálparsveit skáta. Faðir hennar, Tryggvi Páll Friðriksson, var formaður Landssambands hjálparsveitanna og síðan einn framkvæmdastjóra Landsbjargar. Margrét er gift Jóhanni Ágústi Hansen, viðskiptafræðingi og listaverkasala hjá Gallerí Fold, en þau eiga tvo syni, annar þeirra er fluttur að heiman. Margrét hefur haldið úti bloggi á herdubreid.is.
Alþingi Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira