Erlent

Hafa náð völdum í Ramadi

viktoría hermannsdóttir skrifar
Vígamenn Ríkis Íslams vörpuðu sex bílsprengjum á borgina á föstudag.
Vígamenn Ríkis Íslams vörpuðu sex bílsprengjum á borgina á föstudag.
Hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams hafa náð yfirráðum í írösku borginni Ramadi, sem er höfuðborg Anbar, stærsta héraðs Íraks. Á föstudag lögðu vígamenn Ríkis Íslams undir sig margar stjórnarbyggingar í borginni.

Á föstudag vörpuðu þeir sex bílsprengjum á borgina og urðu í kjölfarið upp mikil átök. Vígamenn Ríkis Íslams flögguðu svörtum fánum sínum víða um borgina í kjölfarið, í mörgum stórum byggingum.

Hersveitir stjórnarhersins fóru þaðan í gærkvöld og í framhaldi sendu samtökin frá sér tilkynningu þar sem kom fram að sveitir þeirra hefðu nú náð fullum yfirráðum fyrir allri borginni.

Fjölmargir íbúar borgarinnar hafa flúið þaðan vegna átakanna. Seinni partinn í gær tilkynntu yfirvöld að her- og lögreglumenn væri einnig teknir að flýja borgina. BBC segir frá því að síðan á föstudag hafi yfir 500 manns verið drepnir í borginni, þar á meðal lögreglumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×