Bíó og sjónvarp

Læddist inn í salinn til að horfa á eigin mynd

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Gunnar Hansson.
Gunnar Hansson. Vísir/AntonBrink
Kvikmyndin BAKK sem frumsýnd var þann áttunda maí hefur fengið prýðisgóðar viðtökur.

Gunnar Hansson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna auk þess sem hann skrifaði handritið og leikstýrði henni ásamt Davíð Óskari Óskarssyni læddist inn í sal ónefnds bíóhúss á laugardagskvöld og kom sér fyrir aftast.

Gunnar sagði frá þessu í Facebook-status og sagði að um sig hefði hríslast stolt er hann heyrði viðbrögð áhorfenda í salnum í formi hláturs og almenns stuðs.

Auk Gunnars fara þau Saga Garðarsdóttir og Víkingur Kristjánsson með aðalhlutverk í myndinni, sem segir frá æskuvinum sem ákveða að bakka hringinn í kringum Ísland til styrktar langveikum börnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×