Tekur upp plötu með glænýjum lögum gunnar leó pálsson skrifar 18. maí 2015 12:00 Hér er Helgi í hljóðverinu ásamt félögum. mynd/Helgi Björnsson „Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég er á fullu þessa dagana í Hljóðrita að hljóðrita,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. Hann vinnur um þessar mundir að sólóplötu með nýju frumsömdu efni. „Þetta er allt saman nýtt efni, sem ég hef verið að semja einn og líka með öðrum,“ segir Helgi, spurður út í nýja efnið. Hann hefur unnið lengi við smíði laganna og segist hafa verið í miklum pælingum undanfarna mánuði. „Við Guðmundur Óskar höfum tekið góða skorpu í vinnu eftir að við kláruðum túrinn okkar um landið,“ segir Helgi. Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem er líklega best þekktur fyrir að plokka bassann í hljómsveitinni Hjaltlín, stýrir upptökum á nýju plötunni ásamt Helga. Þeir félagar fóru í heljarinnar tónleikaferðlag um landið síðastliðinn september og október. Helgi hefur fengið afar færa hljóðfæraleikara til að leika inn á plötuna en Magnús Trygvason Eliassen leikur á trommur, Tómas Jónsson leikur á píanó og hljómborð, Örn Eldjárn leikur á gítar og þá leikur Guðmundur Óskar á bassa. Þá útsetur Viktor Orri Árnason efni á plötunni. „Addi 800 er síðan galdramaður takkanna.“ Spurður út í nýju tónlistina segist Helgi eiga erfitt með lýsa henni. „Það er frekar erfitt að lýsa þessu sem stendur. Þetta er svona sitt af hvoru tagi, þetta er bara svona Holy-B-tónlist,“ segir Helgi léttur í lundu og hlær. Nýja platan verður þó öll á íslensku. Stefnt er á að klára plötuna fyrir haustið. „Ég geri ráð fyrir að hún komi út í haust.“ Helgi ætlar þó að frumflytja eitthvað af nýja efninu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í júní. „Sumarið er svo stíft bókað, þannig að það er nóg af fjöri fram undan,“ bætir Helgi við.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira