Óvenju hress smellur kominn út frá Moses Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. maí 2015 08:00 „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að vera neitt of hressir en nýja lagið er samt mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitarinnar en lagið ber nafnið Snefill. Moses Hightower hefur að undanförnu unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að reyna að klára allar upptökur í ágúst eða september,“ svarar Magnús spurður út í nýju plötuna. Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum okkur samt að reyna að spila svolítið í lok sumars. Það er gaman að geta komið út lagi á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og hlær. Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannarlega að bregða aðeins út af vananum í nýja efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst. Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið á helstu tónlistarveitum internetsins. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að vera neitt of hressir en nýja lagið er samt mjög hresst,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Moses Hightower. Sveitin sendir í dag frá sér fyrsta smáskífulagið af væntanlegri plötu sveitarinnar en lagið ber nafnið Snefill. Moses Hightower hefur að undanförnu unnið af kappi í hljóðveri við að hljóðrita nýja plötu en gert er ráð fyrir að hún komi út í haust. „Það eru einhver þrjú eða fjögur lög svo gott sem tilbúin en við ætlum að reyna að klára allar upptökur í ágúst eða september,“ svarar Magnús spurður út í nýju plötuna. Allir meðlimir sveitarinnar eru einnig önnum kafnir í öðrum verkefnum og því oft erfitt að koma mönnum saman. „Við ætlum okkur samt að reyna að spila svolítið í lok sumars. Það er gaman að geta komið út lagi á þriggja ára fresti,“ bætir Magnús við og hlær. Fyrir hefur hljómsveitin gefið út tvær breiðskífur, Búum til börn árið 2010 og Aðra Mósebók árið 2012. „Við erum svo sannarlega að bregða aðeins út af vananum í nýja efninu. Þetta nýja efni er svolítið hresst. Ég er allavega að fíla þetta,“ segir Magnús léttur í lundu. Hægt verður að nálgast lagið á helstu tónlistarveitum internetsins.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira