Gagnrýna tilboð Samtaka atvinnulífsins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2015 08:00 SA hefur boðið 23,5 prósenta launahækkun Fréttablaðið/Daníel „Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA. Verkfall 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
„Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA.
Verkfall 2016 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira