Á öldum umræðna um Dyflinnarregluna Toshiki Toma skrifar 21. maí 2015 07:00 Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Toshiki Toma Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB lýsti í síðustu viku yfir vilja sínum um að breyta móttökukerfi flóttamanna innan ESB. Tillagan er sú að jafna álaginu á móttöku flóttamanna með því að dreifa ábyrgðinni á meðal aðildarríkjanna. Til þess var lagt til nokkurs konar kvótakerfi sem væri í samræmi við íbúafjölda, efnahagsstöðu og sitthvað fleira hverrar þjóðar. Ef þessi tillaga verður samþykkt þá þýðir það talsverðar breytingar á núgildandi Dyflinnarreglu sem kveður á um að fyrsta móttökuríki flóttamanns skuli bera ábyrgð á máli viðkomandi. Þetta eru tíðindi. Það er gert ráð fyrir að nokkur ríki verði á móti tillögunni og við verðum að fylgjast með þróun mála á næstunni. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að slík tillaga um breytingar á Dyflinnarreglugerðinni hefur verið lögð fram af framkvæmdastjórn ESB. Það sýnir ákveðna viðurkenningu á göllum núverandi kerfis. Gallinn er nefnilega ekki bara einn, heldur eru þeir fjölmargir. Einn af þeim er einmitt hið mikla ójafnvægi á milli landa og álag vegna móttöku flóttafólks. Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunar SÞ fékk Ítalía 63.700 umsóknir um hæli árið 2014 á Ítalíu en aldrei hefur jafn mikill fjöldi flóttamanna leitað til Ítalíu. Svíum bárust 75.100 umsóknir og það er fjórði mesti fjöldinn á meðal þróaðra ríkja. Hlutfall flóttamanna miðað við íbúafjölda í Svíþjóð er 24,4 hverja þúsund íbúa sem er hæsta tala í heiminum. Í þessu samhengi hugsa ég til fjögurra vina minna frá Nígeríu og Gana. Þeir eru allir „Dyflinnar-flóttamenn“ og eru búnir að eyða tveimur til þremur árum á Íslandi. Mál þeirra hafa samt ekki verið tekin til skoðunar hér vegna Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrír af þeim komu hingað frá Ítalíu og sá fjórði kom frá Svíþjóð. Er rétt ákvörðun að senda þá til baka til Ítalíu eða Svíþjóðar vegna Dyflinnarreglunnar einmitt þegar umræða um jöfnun álags og hugsanlegar breytingar á Dyflinnarkerfinu eru að eiga sér stað? Nei, slíkt er algjörlega á móti þeirri stefnu sem Evrópuríkin eru nú að leita eftir – sanngjarnari móttöku flóttamanna. Ég vil því skora á stjórnvöld að stöðva allar brottvísanir flóttafólks á grundvelli Dyflinnarreglunnar á meðan þessi mál eru í skoðun í Evrópu og að mál þeirra flóttamanna, sem hingað eru komnir, verði tekin upp á Íslandi til efnislegrar meðferðar, ekki síst mál vina minna fjögurra.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar