500 milljónir gufa upp með Smáþjóðaleikum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. maí 2015 07:00 íney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir leikana fellda niður komist gestir ekki burt af landinu vegna verkfalls starfsfólks í flugafgreiðslu. Vísir/Valli „Það er mikið í húfi en við höldum okkar dampi á meðan það eru ekki meira afgerandi fréttir af kjaraviðræðum,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heldur í vonina um að þeim ljúki fyrir 31. maí en á þeim degi er von á 1.200 manns til landsins vegna Smáþjóðaleikanna sem verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6. júní. Ef starfsfólk flugafgreiðslu semur ekki fyrir 31. maí koma gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní. „Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki. Það bíða hreinlega allir eftir því hvernig málin þróast,“ segir Líney og segir tjónið geta orðið mikið ef allt fer á versta veg. „Það fer eftir því út úr hvaða skuldbindingum við getum komið okkur en heildarvelta leikanna er 500 milljónir. Við reynum að halda haus en vissulega er þetta erfið bið því undirbúningur að leikunum hefur staðið yfir frá árinu 2013 og síðustu mánuði hefur hann verið stífur.“ Enginn gesta hefur afboðað komu sína vegna þeirrar óvissu sem ríkir. „Fólk fylgist vel með stöðunni og við reynum bara að vera bjartsýn.“ Verkföll standa yfir hjá hótelstarfsfólki 30. og 31. maí, Líney segist ekki telja að það verkfall hafi afgerandi áhrif á Smáþjóðaleikana. „Verkfallinu lýkur á miðnætti 31. maí, flestir gesta okkar koma á þeim degi. Það verður að koma betur í ljós hvaða áhrif það hefur.“ En er eitthvert plan B? „Nei, það er í raun ekkert plan B. Ef verkfalli starfsfólks í flugafgreiðslu er ekki lokið þá verða leikarnir líklega felldir niður. Það er ekki hægt að fresta þeim. Hótelherbergi voru bókuð fyrir tveimur árum. Það er búið að leggja mikla vinnu í framkvæmd leikanna.“Nokkrir punktarSmáþjóðaleikarnir eru haldnir 1.-6. júní.1.200 gestir eru á leið til landsins, flestir þann 31. maí en nokkrir fyrr.Meðal gesta er Albert fursti af Mónakó.Verkfall starfsfólks í flugafgreiðslu hefst 6. júní og er ótímabundið.Verkfall starfsfólks rútufyrirtækja er boðað 28. og 29.maí.Verkfall hótelstarfsfólks er boðað 30. og 31. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Það er mikið í húfi en við höldum okkar dampi á meðan það eru ekki meira afgerandi fréttir af kjaraviðræðum,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem heldur í vonina um að þeim ljúki fyrir 31. maí en á þeim degi er von á 1.200 manns til landsins vegna Smáþjóðaleikanna sem verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6. júní. Ef starfsfólk flugafgreiðslu semur ekki fyrir 31. maí koma gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní. „Ef deilan leysist ekki fyrir 31. maí er tvísýnt um að fólk komist burt frá landinu eftir að leikum er lokið og ef það er staðan þá kemur fólk ekki. Það bíða hreinlega allir eftir því hvernig málin þróast,“ segir Líney og segir tjónið geta orðið mikið ef allt fer á versta veg. „Það fer eftir því út úr hvaða skuldbindingum við getum komið okkur en heildarvelta leikanna er 500 milljónir. Við reynum að halda haus en vissulega er þetta erfið bið því undirbúningur að leikunum hefur staðið yfir frá árinu 2013 og síðustu mánuði hefur hann verið stífur.“ Enginn gesta hefur afboðað komu sína vegna þeirrar óvissu sem ríkir. „Fólk fylgist vel með stöðunni og við reynum bara að vera bjartsýn.“ Verkföll standa yfir hjá hótelstarfsfólki 30. og 31. maí, Líney segist ekki telja að það verkfall hafi afgerandi áhrif á Smáþjóðaleikana. „Verkfallinu lýkur á miðnætti 31. maí, flestir gesta okkar koma á þeim degi. Það verður að koma betur í ljós hvaða áhrif það hefur.“ En er eitthvert plan B? „Nei, það er í raun ekkert plan B. Ef verkfalli starfsfólks í flugafgreiðslu er ekki lokið þá verða leikarnir líklega felldir niður. Það er ekki hægt að fresta þeim. Hótelherbergi voru bókuð fyrir tveimur árum. Það er búið að leggja mikla vinnu í framkvæmd leikanna.“Nokkrir punktarSmáþjóðaleikarnir eru haldnir 1.-6. júní.1.200 gestir eru á leið til landsins, flestir þann 31. maí en nokkrir fyrr.Meðal gesta er Albert fursti af Mónakó.Verkfall starfsfólks í flugafgreiðslu hefst 6. júní og er ótímabundið.Verkfall starfsfólks rútufyrirtækja er boðað 28. og 29.maí.Verkfall hótelstarfsfólks er boðað 30. og 31. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira