Metum hjúkrunarfræðinga að verðleikum Ólafur G. Skúlason skrifar 22. maí 2015 07:00 Verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á eftir nokkra daga, ef ekki semst. Komi til verkfalls munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem þá skapast en ákvörðun um verkfall var tekin af nauðsyn en með miklum trega. Öryggi skjólstæðinganna er leiðarljósið í starfi hjúkrunarfræðinga og það verður ekki undantekning á því í komandi verkfalli. Öryggislistar eru í gildi á stofnunum sem eiga að tryggja að skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hljóti ekki skaða af verkfallinu. Þó er ljóst að það hefur víðtæk áhrif þegar um 1.500 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf enda eru hjúkrunarfræðingar hryggjarstykki í íslenska heilbrigðiskerfinu sem verður ekki starfhæft án þeirra. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru einfaldar, að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Munurinn er 14-25%. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga vinnur eingöngu dagvinnu. Hver er ástæða þessa launamunar? Grunnnám hjúkrunarfræðinga tekur fjögur ár meðan flestar háskólamenntaðar stéttir eru með grunnám sem tekur þrjú ár. Auk þess er stór hluti stéttarinnar með framhaldsnám sem tekur að jafnaði tvö ár til viðbótar. Það er því ekki hægt að segja að menntun hjúkrunarfræðinga útskýri þennan launamun. Ef horft er til ábyrgðar hjúkrunarfræðinga er ekki hægt að segja að hún skýri launamuninn. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er gífurleg, þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu fólks. Smávægileg mistök í okkar starfi geta haft gífurlegar afleiðingar bæði fyrir skjólstæðinga okkar og okkur sjálf.Algerlega óásættanlegt Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum, bæði hér heima og erlendis. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki bundinn við landamæri og íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða erlendis. Nú þegar næst ekki að manna allar þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna hér á landi og haldi áfram sem horfir munum við standa frammi fyrir gífurlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Í heimi viðskipta myndi verð fyrir svo eftirsótta vöru hækka til muna en svo virðist sem lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við þegar laun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna eru annars vegar. Það er því aðeins eitt sem eftir stendur sem mögulega útskýrir launamuninn. Hefðbundnar kvennastéttir eru á lægri launum en hefðbundnar karlastéttir. Þannig eru meðaltalsdagvinnulaun tæknifræðinga 25% hærri en hjúkrunarfræðinga og laun viðskipta- og hagfræðinga 18% hærri. Ég fagna því að laun þeirra eru góð en betur má ef duga skal í launum hjúkrunarfræðinga. Það er algerlega óásættanlegt að árið 2015, þegar konur fagna því að 100 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt hér á landi, séu störf sem aðallega eru unnin af konum enn metin til lægri launa en hefðbundin störf karla. Við hjúkrunarfræðingar sættum okkur ekki við þetta lengur. Bætt laun hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, tryggja ásættanlega nýliðun stéttarinnar og gera kjörin sambærileg við það sem býðst í nágrannalöndunum. Ekki er hægt að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga. Ég hvet stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst og nota tækifærið á 100 ára kosningaafmæli kvenna til að taka stórt skref í þá átt að útrýma kynbundnum launamun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga skellur á eftir nokkra daga, ef ekki semst. Komi til verkfalls munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Hjúkrunarfræðingar hafa miklar áhyggjur af því ástandi sem þá skapast en ákvörðun um verkfall var tekin af nauðsyn en með miklum trega. Öryggi skjólstæðinganna er leiðarljósið í starfi hjúkrunarfræðinga og það verður ekki undantekning á því í komandi verkfalli. Öryggislistar eru í gildi á stofnunum sem eiga að tryggja að skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hljóti ekki skaða af verkfallinu. Þó er ljóst að það hefur víðtæk áhrif þegar um 1.500 hjúkrunarfræðingar leggja niður störf enda eru hjúkrunarfræðingar hryggjarstykki í íslenska heilbrigðiskerfinu sem verður ekki starfhæft án þeirra. Kröfur hjúkrunarfræðinga eru einfaldar, að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Samanburður við aðrar háskólamenntaðar stéttir hjá hinu opinbera sýnir að laun hjúkrunarfræðinga eru töluvert lægri en dagvinnulaun sambærilegra stétta. Munurinn er 14-25%. Um helmingur starfandi hjúkrunarfræðinga vinnur eingöngu dagvinnu. Hver er ástæða þessa launamunar? Grunnnám hjúkrunarfræðinga tekur fjögur ár meðan flestar háskólamenntaðar stéttir eru með grunnám sem tekur þrjú ár. Auk þess er stór hluti stéttarinnar með framhaldsnám sem tekur að jafnaði tvö ár til viðbótar. Það er því ekki hægt að segja að menntun hjúkrunarfræðinga útskýri þennan launamun. Ef horft er til ábyrgðar hjúkrunarfræðinga er ekki hægt að segja að hún skýri launamuninn. Ábyrgð hjúkrunarfræðinga er gífurleg, þeir bera ábyrgð á lífi og heilsu fólks. Smávægileg mistök í okkar starfi geta haft gífurlegar afleiðingar bæði fyrir skjólstæðinga okkar og okkur sjálf.Algerlega óásættanlegt Mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum, bæði hér heima og erlendis. Vinnumarkaður hjúkrunarfræðinga er ekki bundinn við landamæri og íslenskir hjúkrunarfræðingar eru eftirsóttir víða erlendis. Nú þegar næst ekki að manna allar þær stöður hjúkrunarfræðinga sem losna hér á landi og haldi áfram sem horfir munum við standa frammi fyrir gífurlegum skorti á hjúkrunarfræðingum á næstu árum. Í heimi viðskipta myndi verð fyrir svo eftirsótta vöru hækka til muna en svo virðist sem lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við þegar laun íslenskra heilbrigðisstarfsmanna eru annars vegar. Það er því aðeins eitt sem eftir stendur sem mögulega útskýrir launamuninn. Hefðbundnar kvennastéttir eru á lægri launum en hefðbundnar karlastéttir. Þannig eru meðaltalsdagvinnulaun tæknifræðinga 25% hærri en hjúkrunarfræðinga og laun viðskipta- og hagfræðinga 18% hærri. Ég fagna því að laun þeirra eru góð en betur má ef duga skal í launum hjúkrunarfræðinga. Það er algerlega óásættanlegt að árið 2015, þegar konur fagna því að 100 ár eru liðin frá því að þær fengu kosningarétt hér á landi, séu störf sem aðallega eru unnin af konum enn metin til lægri launa en hefðbundin störf karla. Við hjúkrunarfræðingar sættum okkur ekki við þetta lengur. Bætt laun hjúkrunarfræðinga eru forsenda þess að fá hjúkrunarfræðinga til starfa, tryggja ásættanlega nýliðun stéttarinnar og gera kjörin sambærileg við það sem býðst í nágrannalöndunum. Ekki er hægt að reka öflugt og öruggt heilbrigðiskerfi án hjúkrunarfræðinga. Ég hvet stjórnvöld til að ganga til samninga við hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst og nota tækifærið á 100 ára kosningaafmæli kvenna til að taka stórt skref í þá átt að útrýma kynbundnum launamun.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun