Bjartsýni á boðað frumvarp um höft Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2015 11:15 Búast má við að Alþingi sitji lengur fram á sumarið en áætlað var þar sem fjármálaráðherra boðar frumvarp um afnám gjaldeyrishafta. vísir/gva „Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00