Á ekki að fara að koma með eitt? Birta Björnsdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birta Björnsdóttir Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun
Íslandsmetið í ókurteisi án atrennu er slegið mjög reglulega hér á landi. Vettvangur Íslandsmetanna er oftar en ekki fjölskylduboð, veislur og barnaafmæli en metin geta þó verið slegin nánast hvar sem er; á förnum vegi, í sundi, á Stjörnutorgi eða á Alþingi. Og hvernig falla svo þessi met svona víða um borg og bæ með svo reglulegum hætti? Jú, með því að heimsins indælasta fólk telur sig vera í fullum rétti til að yfirheyra fólk um þá staðreynd að það eigi ekki börn. Þetta geta verið vinalegar athugasemdir þegar barn er á staðnum. Þá eru barnlausar konur oftar en ekki sakaðar um bjölluhljóm í eggjastokkunum, sem mín greinilega daufu eyru hafa aldrei heyrt. Þá er ég ekki viss um að barnlausar konur hafi haldið á smábarni öðruvísi en að fá að heyra að „þetta fari henni vel“ eða að „hún sé að æfa sig“ þar til komi að þessu í hennar lífi. Þá eru ótaldir þeir samborgarar sem spyrja hreint út hvort „það eigi ekki að fara að koma með eitt?“ Ástæður fyrir barnleysi geta verið ótalmargar. Í sumum samböndum langar annan aðilann til að fjölga mannkyninu á meðan hinn aðilinn vill það ekki. Hjá öðrum pörum er það hreint ekki á stefnuskránni að eignast börn. Þá er ótalinn sá hópur fólks sem glímir við ófrjósemi, með öllu því hugarangri sem því fylgir. Fólk á förnum vegi og fjarskyldir ættingjar geta allavega sveiað sér upp á að hver sú sem ástæðan er þá kemur hún þeim ekki við.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun