Kindurnar með hreinum ólíkindum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. maí 2015 11:00 Það var oft mikið í gangi á meðan tökum á Hrútum stóð. myndir/brynjar snær Það er vor og þú ert kvikmyndaleikstjóri. Um sumarið ætlar þú að taka upp kvikmynd sem gerist úti í sveit en þú hefur ekki enn fundið rétta tökustaðinn. Skrambinn. Það er klukkustund þar til þú þarft að leggja af stað heim til þín. Fyrir rælni tekurðu beygju inn í dal sem þú átt eftir að skoða. Ábyggilega fýluferð hugsarðu með þér áður en þú ekur yfir blindhæð og sérð hinn fullkomna stað.Anna Sæunn lék lítið hlutverk í myndinni auk þess að aðstoða við framleiðslu.mynd/brynjar snær„Svona var sagan þegar Grímur sagði okkur hana í lok tökutímabilsins,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir um hvernig það kom til að Hrútar var tekin upp innst í Bárðardal. Anna er frá Bjarnarstöðum í Bárðardal og útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012. Hún starfaði sem aðstoðarkona við framleiðslu og leikmynd í Hrútum auk þess að leika örlítið hlutverk í myndinni. Myndin var tekin upp á þremur vikum í lok ágúst og þremur vikum í nóvember. „Upphaflega átti að vera auka tökuvika í nóvember en þá gerði asahláku og snjórinn sem við þurftum hvarf á brott. Því færðist ein vika af tökum fram í janúar,“ segir Anna, sem er nýkomin til landsins af rauða dreglinum í Cannes. Hrútar segir frá tveimur bræðrum, Gumma og Kidda, leiknum af Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni. Bræðurnir eru um margt ólíkir og virðast við fyrstu sýn ekki deila öðru en blóðböndunum og ást á sauðkindinni. „Ég sagði strax að kindurnar ættu að fá Edduna,“ segir Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnarstöðum.mynd/brynjar snær„Kindurnar á Halldórsstöðum eru dálítið spes. Það er kjassað örlítið við þær og þær sem fengu hlutverk eru extra gæfar,“ segir Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnarstöðum og faðir Önnu Sæunnar, um leikhæfileika kindanna. Í sumum senum voru kindurnar innan um vindvélar, ljós, hóp af leikurum, myndatökumönnum og öðru starfsfólki á settinu. „Og þegar þær áttu að ganga gengu þær og voru kyrrar þegar þær áttu að vera kyrrar. Ég sagði um leið og tökum lauk að þær ættu að fá Edduna.“ Bóndinn á Bjarnarstöðum gantast síðan með að Grímur leikstjóri sé ekki aðeins göldróttur bak við vélina heldur hefur hann einnig tengingu við veðurguðina. Einn daginn átti að taka upp inni og þá mígrigndi úti. Daginn eftir átti að taka upp úti. „Þá bað Grímur um sól og hann fékk sól!“ „Nánast allur dalurinn kom að myndinni á einhverjum tímapunkti,“ bætir Ólafur við, en hann kom að gerð leikmyndar í Hrútum auk þess að leika hlutverk Tóta í Tungu og vera Magnúsi Skarphéðinssyni dýrastjóra innan handar. „Ég hef aðeins staðið uppi á sviði en aldrei tekið þátt í kvikmynd áður. Þetta var ákveðið ævintýr.“Einna erfiðast reyndist að koma dýrunum í skilning um að horfa ekki í myndavélarnar. Hér sendir Grímur leikstjóri Garpi illt auga.mynd/brynjar snærStærstur hluti myndarinnar er tekinn upp á bæjunum Mýri og Bólstað innst í Bárðardal en þar búa Tryggvi Höskuldsson og Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Líkt og áður segir voru kindurnar sem léku í myndinni frá Halldórsstöðum en Magnús Skarphéðinsson frá Svartárkoti sá um að leikstýra þeim. „Það var ekki hægt að nota mínar kindur til verksins,“ segir Magnús. Mýri er vestanmegin í Bárðardal en Svartárkot er austar. Skjálfandafljót rennur í gegnum dalin og markar það sóttvarnarlínu sem kindur mega ekki fara yfir. Því var brugðið á það ráð að fá kindur lánaðar frá Halldórsstöðum. Mestur tími Magnúsar fór í að þjálfa hrútinn Við sem gengur undir nafninu Garpur í myndinni „Satt best að segja þá kom þetta að sjálfu sér eftir að maður hafði umgengist þær. Ég labbaði leiðina sem kindurnar áttu að fara og þær eltu. Öllu erfiðara var þegar búið var að stilla upp fyrir senu og Grímur leikstjóri bað mig um að fá hrútinn til að hætta að horfa í myndavélina. Ég vissi ekki hvernig ég átti að koma þeim skilaboðum áleiðis,“ segir Magnús og skellir upp úr. Auk þess að vera með fjárbú eiga Magnús og eiginkona hans, Sigurlína Tryggvadóttir, gistiheimilið Kiðagil. Hluti starfsfólksins að baki myndinni gisti á Kiðagili. Sigurlína leikur smátt hlutverk í myndinni og sá einnig til þess að leikarar og starfslið sylti ekki heilu hungri á meðan á tökum stóð. Hjónin Sigurlína og Magnús í Svartárkoti.mynd/brynjar snær„Þau fengu morgunmat og kvöldmat á Kiðagili og um miðjan daginn ókum við með mat til þeirra á tökustað,“ segir Sigurlína og bætir við að það gangi ekki að hafa fólk hungrað þegar það vinnur tólf tíma vinnudag. Fjöldi þeirra sem var í mat gat verið breytilegur dag frá degi, en yfirleitt voru tæplega þrjátíu manns á staðnum. Á fjölmennari dögum gat sú tala ríflega tvöfaldast. „Þetta var allt stærra og meira en ég hélt í upphafi en jafnframt æðislegt að koma að þessu. Mig grunar að ég þurfi að horfa oft á myndina áður en það venst að sjá sveitina og sveitunga sína á skjánum.“ Eitt af því sem allir aðstandendur myndarinnar tala um er hinn feikigóði andi sem sveif yfir vötnum. Grímur leikstjóri og Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, hafa báðir nefnt í viðtölum hve ánægðir þeir eru með samvinnuna og gestrisni heimamanna. „Við vissum að myndin yrði góð en enginn bjóst við þessu nema þeir sem reyndu að koma myndinni inn á hátíðina. Það kom ótrúlega gott fólk að myndinni og framleiðendur hittu á hárrétta manneskju í allar stöður. Það munar öllu þegar þú ert að gera kvikmynd,“ segir Anna Sæunn. Hún bætir því við að slíkt sé alls ekki sjálfgefið þegar fólk sé samankomið uppi í sveit, langt frá fjölskyldum sínum. „Það voru einfaldlega allir mættir til að massa þetta.“ Tilkynnt verður um verðlaunahafa Cannes hátíðarinnar í kvöld og kemur þá í ljós hvort Grímar og Grímur komi heim með verðlaun í fararteskinu. Myndin verður forsýnd að Laugum í Reykjadal á mánudagskvöld en kemur í kvikmyndahús hér á landi á fimmtudag.„Ég gekk fram og aftur og þær eltu bara,“ segir Magnús dýrastjóri um vetrartökurnar. Féð var hið gæfasta þrátt fyrir vindvélar, langa vinnudaga, fjölmennt tökulið og mikið frost.snærmynd/brynjar snær Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Það er vor og þú ert kvikmyndaleikstjóri. Um sumarið ætlar þú að taka upp kvikmynd sem gerist úti í sveit en þú hefur ekki enn fundið rétta tökustaðinn. Skrambinn. Það er klukkustund þar til þú þarft að leggja af stað heim til þín. Fyrir rælni tekurðu beygju inn í dal sem þú átt eftir að skoða. Ábyggilega fýluferð hugsarðu með þér áður en þú ekur yfir blindhæð og sérð hinn fullkomna stað.Anna Sæunn lék lítið hlutverk í myndinni auk þess að aðstoða við framleiðslu.mynd/brynjar snær„Svona var sagan þegar Grímur sagði okkur hana í lok tökutímabilsins,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir um hvernig það kom til að Hrútar var tekin upp innst í Bárðardal. Anna er frá Bjarnarstöðum í Bárðardal og útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012. Hún starfaði sem aðstoðarkona við framleiðslu og leikmynd í Hrútum auk þess að leika örlítið hlutverk í myndinni. Myndin var tekin upp á þremur vikum í lok ágúst og þremur vikum í nóvember. „Upphaflega átti að vera auka tökuvika í nóvember en þá gerði asahláku og snjórinn sem við þurftum hvarf á brott. Því færðist ein vika af tökum fram í janúar,“ segir Anna, sem er nýkomin til landsins af rauða dreglinum í Cannes. Hrútar segir frá tveimur bræðrum, Gumma og Kidda, leiknum af Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni. Bræðurnir eru um margt ólíkir og virðast við fyrstu sýn ekki deila öðru en blóðböndunum og ást á sauðkindinni. „Ég sagði strax að kindurnar ættu að fá Edduna,“ segir Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnarstöðum.mynd/brynjar snær„Kindurnar á Halldórsstöðum eru dálítið spes. Það er kjassað örlítið við þær og þær sem fengu hlutverk eru extra gæfar,“ segir Ólafur Ólafsson, bóndi á Bjarnarstöðum og faðir Önnu Sæunnar, um leikhæfileika kindanna. Í sumum senum voru kindurnar innan um vindvélar, ljós, hóp af leikurum, myndatökumönnum og öðru starfsfólki á settinu. „Og þegar þær áttu að ganga gengu þær og voru kyrrar þegar þær áttu að vera kyrrar. Ég sagði um leið og tökum lauk að þær ættu að fá Edduna.“ Bóndinn á Bjarnarstöðum gantast síðan með að Grímur leikstjóri sé ekki aðeins göldróttur bak við vélina heldur hefur hann einnig tengingu við veðurguðina. Einn daginn átti að taka upp inni og þá mígrigndi úti. Daginn eftir átti að taka upp úti. „Þá bað Grímur um sól og hann fékk sól!“ „Nánast allur dalurinn kom að myndinni á einhverjum tímapunkti,“ bætir Ólafur við, en hann kom að gerð leikmyndar í Hrútum auk þess að leika hlutverk Tóta í Tungu og vera Magnúsi Skarphéðinssyni dýrastjóra innan handar. „Ég hef aðeins staðið uppi á sviði en aldrei tekið þátt í kvikmynd áður. Þetta var ákveðið ævintýr.“Einna erfiðast reyndist að koma dýrunum í skilning um að horfa ekki í myndavélarnar. Hér sendir Grímur leikstjóri Garpi illt auga.mynd/brynjar snærStærstur hluti myndarinnar er tekinn upp á bæjunum Mýri og Bólstað innst í Bárðardal en þar búa Tryggvi Höskuldsson og Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Líkt og áður segir voru kindurnar sem léku í myndinni frá Halldórsstöðum en Magnús Skarphéðinsson frá Svartárkoti sá um að leikstýra þeim. „Það var ekki hægt að nota mínar kindur til verksins,“ segir Magnús. Mýri er vestanmegin í Bárðardal en Svartárkot er austar. Skjálfandafljót rennur í gegnum dalin og markar það sóttvarnarlínu sem kindur mega ekki fara yfir. Því var brugðið á það ráð að fá kindur lánaðar frá Halldórsstöðum. Mestur tími Magnúsar fór í að þjálfa hrútinn Við sem gengur undir nafninu Garpur í myndinni „Satt best að segja þá kom þetta að sjálfu sér eftir að maður hafði umgengist þær. Ég labbaði leiðina sem kindurnar áttu að fara og þær eltu. Öllu erfiðara var þegar búið var að stilla upp fyrir senu og Grímur leikstjóri bað mig um að fá hrútinn til að hætta að horfa í myndavélina. Ég vissi ekki hvernig ég átti að koma þeim skilaboðum áleiðis,“ segir Magnús og skellir upp úr. Auk þess að vera með fjárbú eiga Magnús og eiginkona hans, Sigurlína Tryggvadóttir, gistiheimilið Kiðagil. Hluti starfsfólksins að baki myndinni gisti á Kiðagili. Sigurlína leikur smátt hlutverk í myndinni og sá einnig til þess að leikarar og starfslið sylti ekki heilu hungri á meðan á tökum stóð. Hjónin Sigurlína og Magnús í Svartárkoti.mynd/brynjar snær„Þau fengu morgunmat og kvöldmat á Kiðagili og um miðjan daginn ókum við með mat til þeirra á tökustað,“ segir Sigurlína og bætir við að það gangi ekki að hafa fólk hungrað þegar það vinnur tólf tíma vinnudag. Fjöldi þeirra sem var í mat gat verið breytilegur dag frá degi, en yfirleitt voru tæplega þrjátíu manns á staðnum. Á fjölmennari dögum gat sú tala ríflega tvöfaldast. „Þetta var allt stærra og meira en ég hélt í upphafi en jafnframt æðislegt að koma að þessu. Mig grunar að ég þurfi að horfa oft á myndina áður en það venst að sjá sveitina og sveitunga sína á skjánum.“ Eitt af því sem allir aðstandendur myndarinnar tala um er hinn feikigóði andi sem sveif yfir vötnum. Grímur leikstjóri og Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, hafa báðir nefnt í viðtölum hve ánægðir þeir eru með samvinnuna og gestrisni heimamanna. „Við vissum að myndin yrði góð en enginn bjóst við þessu nema þeir sem reyndu að koma myndinni inn á hátíðina. Það kom ótrúlega gott fólk að myndinni og framleiðendur hittu á hárrétta manneskju í allar stöður. Það munar öllu þegar þú ert að gera kvikmynd,“ segir Anna Sæunn. Hún bætir því við að slíkt sé alls ekki sjálfgefið þegar fólk sé samankomið uppi í sveit, langt frá fjölskyldum sínum. „Það voru einfaldlega allir mættir til að massa þetta.“ Tilkynnt verður um verðlaunahafa Cannes hátíðarinnar í kvöld og kemur þá í ljós hvort Grímar og Grímur komi heim með verðlaun í fararteskinu. Myndin verður forsýnd að Laugum í Reykjadal á mánudagskvöld en kemur í kvikmyndahús hér á landi á fimmtudag.„Ég gekk fram og aftur og þær eltu bara,“ segir Magnús dýrastjóri um vetrartökurnar. Féð var hið gæfasta þrátt fyrir vindvélar, langa vinnudaga, fjölmennt tökulið og mikið frost.snærmynd/brynjar snær
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31
Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15
„Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07