Herra Hnetusmjör ein af vonarstjörnum íslensks rapps Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. maí 2015 09:00 Herra Hnetusmjör er ein af framtíðarstjörnum íslenska rappsins. Vísir/Vilhelm Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, hefur fangað athygli margra með frambærilegum lögum og skemmtilegu flæði. Fyrir helgina setti hann nýtt lag á vefinn Youtube, sem ber titilinn Hvítur bolur, gullkeðja. Nú þegar hefur lagið verið leikið í um fimm þúsund skipti af vefnum. „Viðtökurnar hafa verið alveg klikkaðar. Lagið var tekið upp í janúar og ég vann það með vini mínum Jóhanni Karlssyni, sem er betur þekktur sem Joe Frazier. Við ákváðum að gefa lagið út núna, við ætluðum að gera myndband við það en vorum orðnir óþreyjufullir og vildum leyfa fólki að heyra.“ Rapparinn sjálfur er aðeins átján ára gamall og hefur stjarna hans skinið sífellt skærar undanfarið ár. „Ég er búinn að klifra mjög mikið. Ég finn alveg fyrir því að mörgum líkar vel við það sem ég er að gera.“ Mörgum þykir rapparinn ungi vera ein af framtíðarstjörnum íslenskrar rapptónlistar. Eins og sjá má hér að neðan eru reynsluboltarnir í íslenska rappinu ákaflega hrifnir af Herra Hnetusmjöri. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. En ég finn samt ekki fyrir neinni pressu eða neitt svoleiðis. Ég geri bara mitt.“ Herra Hnetusmjör kemur frá Kópavogi og tilheyrir hópnum Kópboisentertainment, sem er skammstafað KBE. Rapparinn er með skammstöfunina flúraða á handlegginn undir mynd af hnetusmjörskrukku. Þegar hann er spurður hvaðan nafnið kemur er svarið einfalt. „Hnetusmjör er best og ég er bestur,“ segir hann og hlær. Árni Páll hefur lagt rappið fyrir sig að fullu og er það hans eina starf um þessar mundir. Hann hefur verið duglegur að leika víða um land og hefur troðið upp með öðrum rappara úr Kópavogi, Erpi Eyvindarsyni. Þeir félagar hafa leikið á fjölda staða á höfuðborgarsvæðinu, farið nokkrum sinnum á Selfoss auk þess sem þeir fóru í svaðilför til Hafnar á Hornafirði í vetur. „Við vorum veðurtepptir í fimm daga. Þetta var algjört þrot. En við gerðum það besta úr þessu; vorum bara í dagdrykkju og borðuðum humar á meðan.“ Nóg verður að gera hjá rapparanum í sumar. „Ég mun spila á Secret Solstice, hita upp fyrir Rae Sremmurd og kem fram með Erpi sem hitar upp fyrir Snoop Dogg.“ Fleiri lög eru líka á döfinni frá Herra Hnetusmjöri. „Við Joe Frazier munum gefa út lög saman í sumar. Erpur er núna úti á Kúbu og þegar hann kemur heim munum við gefa út sumarlagið í ár. Síðan kemur annað lag frá okkur undir titlinum Þori að veðja.“Sesar AVísir/AndriMarinóEyjólfur Eyvindarson, Sesar A: Hnetusmjörið er æska rappsins. Hann er sverð og skjöldur og Kópavogs. Mér finnst hann mjög efnilegur, sérstaklega miðað hvað hann er ungur. Hann er með mjög sveigjanlegt flæði, getur farið hratt og hægt sig niður. Svo má ekki gleyma félaga hans Joe Frazier. Saman eru þeir eitraðir. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.Danni DeluxxDaníel Ólafsson, Danni Deluxx: „Ég myndi segja að hann sé með þetta. Hann „hrár spittari“, eins og við segjum. Það verður gaman að fylgjast með því hvert hann fer með þetta. Hann er með ákveðna eiginleika sem eru mjög ákjósanlegir og eiginlega fullkomin blanda af nýjum og gömlum stíl. Ýmislegt við hann minnir mann á Dóra DNA þegar hann var yngri. Emmsjé GautiGauti Þeyr Máson, Emmsjé Gauti: Hann er ungur, graður og ferskur. Hann er að fara rétt að þessu, er að nálgast þetta á réttan hátt. Hann situr ekki heima hjá sér og grætur yfir því ef einhverjir fáir fíla hann ekki. Hann heldur frekar bara áfram. Hann er orðinn sýnilegur og verður enn meiri sýnilegri á næstu misserum. Ég spái því að við eigum eftir að sjá mikið af honum. Svo má ekki gleyma Joe Frazier sem er með honum. Þeir eru flottir.BlazrocaErpur Eyvindarson, Blazroca: Hann er skemmtilegur, ferskur og ákaflega aktífur. Hann er fyndinn og beittur. Hann er mjög hungraður, sem er mikill kostur. Hann er með gott flæði. Hann er nýungagjarn en að sama skapi er hann líka í klassíkinni. Hann er með þetta. Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rapparinn Árni Páll Árnason, sem gengur undir nafninu Herra Hnetusmjör, hefur fangað athygli margra með frambærilegum lögum og skemmtilegu flæði. Fyrir helgina setti hann nýtt lag á vefinn Youtube, sem ber titilinn Hvítur bolur, gullkeðja. Nú þegar hefur lagið verið leikið í um fimm þúsund skipti af vefnum. „Viðtökurnar hafa verið alveg klikkaðar. Lagið var tekið upp í janúar og ég vann það með vini mínum Jóhanni Karlssyni, sem er betur þekktur sem Joe Frazier. Við ákváðum að gefa lagið út núna, við ætluðum að gera myndband við það en vorum orðnir óþreyjufullir og vildum leyfa fólki að heyra.“ Rapparinn sjálfur er aðeins átján ára gamall og hefur stjarna hans skinið sífellt skærar undanfarið ár. „Ég er búinn að klifra mjög mikið. Ég finn alveg fyrir því að mörgum líkar vel við það sem ég er að gera.“ Mörgum þykir rapparinn ungi vera ein af framtíðarstjörnum íslenskrar rapptónlistar. Eins og sjá má hér að neðan eru reynsluboltarnir í íslenska rappinu ákaflega hrifnir af Herra Hnetusmjöri. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem ég hef fengið. En ég finn samt ekki fyrir neinni pressu eða neitt svoleiðis. Ég geri bara mitt.“ Herra Hnetusmjör kemur frá Kópavogi og tilheyrir hópnum Kópboisentertainment, sem er skammstafað KBE. Rapparinn er með skammstöfunina flúraða á handlegginn undir mynd af hnetusmjörskrukku. Þegar hann er spurður hvaðan nafnið kemur er svarið einfalt. „Hnetusmjör er best og ég er bestur,“ segir hann og hlær. Árni Páll hefur lagt rappið fyrir sig að fullu og er það hans eina starf um þessar mundir. Hann hefur verið duglegur að leika víða um land og hefur troðið upp með öðrum rappara úr Kópavogi, Erpi Eyvindarsyni. Þeir félagar hafa leikið á fjölda staða á höfuðborgarsvæðinu, farið nokkrum sinnum á Selfoss auk þess sem þeir fóru í svaðilför til Hafnar á Hornafirði í vetur. „Við vorum veðurtepptir í fimm daga. Þetta var algjört þrot. En við gerðum það besta úr þessu; vorum bara í dagdrykkju og borðuðum humar á meðan.“ Nóg verður að gera hjá rapparanum í sumar. „Ég mun spila á Secret Solstice, hita upp fyrir Rae Sremmurd og kem fram með Erpi sem hitar upp fyrir Snoop Dogg.“ Fleiri lög eru líka á döfinni frá Herra Hnetusmjöri. „Við Joe Frazier munum gefa út lög saman í sumar. Erpur er núna úti á Kúbu og þegar hann kemur heim munum við gefa út sumarlagið í ár. Síðan kemur annað lag frá okkur undir titlinum Þori að veðja.“Sesar AVísir/AndriMarinóEyjólfur Eyvindarson, Sesar A: Hnetusmjörið er æska rappsins. Hann er sverð og skjöldur og Kópavogs. Mér finnst hann mjög efnilegur, sérstaklega miðað hvað hann er ungur. Hann er með mjög sveigjanlegt flæði, getur farið hratt og hægt sig niður. Svo má ekki gleyma félaga hans Joe Frazier. Saman eru þeir eitraðir. Þeir eiga framtíðina fyrir sér.Danni DeluxxDaníel Ólafsson, Danni Deluxx: „Ég myndi segja að hann sé með þetta. Hann „hrár spittari“, eins og við segjum. Það verður gaman að fylgjast með því hvert hann fer með þetta. Hann er með ákveðna eiginleika sem eru mjög ákjósanlegir og eiginlega fullkomin blanda af nýjum og gömlum stíl. Ýmislegt við hann minnir mann á Dóra DNA þegar hann var yngri. Emmsjé GautiGauti Þeyr Máson, Emmsjé Gauti: Hann er ungur, graður og ferskur. Hann er að fara rétt að þessu, er að nálgast þetta á réttan hátt. Hann situr ekki heima hjá sér og grætur yfir því ef einhverjir fáir fíla hann ekki. Hann heldur frekar bara áfram. Hann er orðinn sýnilegur og verður enn meiri sýnilegri á næstu misserum. Ég spái því að við eigum eftir að sjá mikið af honum. Svo má ekki gleyma Joe Frazier sem er með honum. Þeir eru flottir.BlazrocaErpur Eyvindarson, Blazroca: Hann er skemmtilegur, ferskur og ákaflega aktífur. Hann er fyndinn og beittur. Hann er mjög hungraður, sem er mikill kostur. Hann er með gott flæði. Hann er nýungagjarn en að sama skapi er hann líka í klassíkinni. Hann er með þetta.
Tónlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira