Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar Svana Helen Björnsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Úr vöndu er að ráða, nú þegar verkföll eru tekin að ógna lífi og heilsu fólks hér á landi. Samfélag okkar logar af reiði. Hún birtist daglega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum alnetsins fær fólk að því er virðist stjórnlitla útrás fyrir gremju sína. Mótmælin eru af ýmsum toga. Alhæft er um margt og taugaspennan oft svo mikil að ekki er unnt að rökræða einstök mál af skynsemi. Virðing fyrir mönnum og málefnum víkur fyrir offorsi og flumbrugangi. Flest er dregið niður í svaðið. Kjaradeilur virðast í lítt leysanlegum hnút, m.a. vegna skorts á trausti í samskiptum stjórnvalda, atvinnurekenda- og launþegahreyfinga. Ófriður orsakast yfirleitt vegna skorts á réttlæti. Góðar fyrirmyndir skortir í samfélagi okkar. Hvað er slæmt við reiðitilfinninguna, kennd sem allir þekkja? Sjálfur Jesús er í Biblíunni sagður hafa reiðst, en vandinn er að andstætt þeirri mildi og stillingu sem hann bjó yfir getur reiðin hjá okkur venjulegu fólki haft hættulegar og eyðileggjandi afleiðingar. Reiðin er sterk kennd sem getur vaknað við vonbrigði, ef við höfum verið særð eða mætt óréttlæti af einhverju tagi. Ekki þarf samt öll reiði að vera slæm því í henni býr mikill kraftur sem virkja má á gagnlegan hátt. Þó er til margs konar reiði sem fólk ætti að varast ef ekki á illa að fara. Í Biblíunni er varað við taumlausri reiði. „Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar,“ segir Páll postuli í bréfi til Efesusmanna. Reiði getur myndast vegna djúprar hneykslunar þegar okkur misbýður, viljum svara fyrir okkur og jafnvel hefna eða refsa. Slík reiði er hættuleg og við þurfum að varast ofbeldisfulla reiði og að missa sjálfstjórn. Taumlaus reiði samræmist ekki hegðun siðaðs fólks.Vegvísir Biblían er vegvísir um svo ótal margt í lífi fólks. Hinn ástsæli forseti Bandaríkjanna, Abraham Lincoln (1809-1865), sem ofbeldismaður réð af dögum fyrir réttri einni og hálfri öld, sagði einhverju sinni: „Allt það, sem æskilegt er fyrir velfarnað mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni.“ Í henni er þannig ekki aðeins fjallað um reiði heldur einnig um fyrirgefningu, sérstaklega í Nýja Testamentinu. Fyrirgefning felst í því annars vegar að losna undan eigin reiði og hins vegar að endurheimta og byggja upp rofið samband á ný. Margir álíta að þeir hafi fyrirgefið ef þeir stilla sig um að slá til baka. En þannig náum við ekki að losa um hina djúpt liggjandi reiði og munum í framtíðinni forðast þann einstakling sem olli okkur sársauka án þess að gera tilraun til að endurheimta fyrri tengsl. Þetta er ekki alvöru fyrirgefning. Að láta af reiði og fyrirgefa þýðir að maður yfirvinnur löngun til að hefna sín, að forðast eða hunsa þann sem reiðin beinist að. Að færa í lag samband við einhvern þýðir að vera tilbúinn að ræða vandamálið, að starfa áfram með viðkomandi og láta sér annt um hann. Að fyrirgefa í raun og veru er erfitt því það þýðir að menn þurfa að ná valdi á sjálfum sér og breyta viðbrögðum sínum. Raunveruleg fyrirgefning útheimtir iðulega grundvallarbreytingu á afstöðu manns, breytingu á fyrri hegðun. Ef við viljum læra að fyrirgefa þurfa mörg okkar að takast á nýjan hátt við særðar tilfinningar og löngun til maklegra málagjalda. Til að fyrirgefa af öllu hjarta verður einstaklingur að vilja breyta af góðu hjarta. Það er áskorun hins kristna manns sem vill taka þátt í að breyta mannlegum samskiptum og þar með þjóðfélaginu til hins betra. Þessi grein er rituð í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Enn í dag flytur Biblían fólki mikilvægan boðskap og ráð um farsælt líf. Það er við hæfi að enda hana á upphafi 15. kafla Orðskviðanna: „Mildilegt svar stöðvar bræði en fúkyrði vekja reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, af munni heimskingjanna streymir flónskan… Hógværð tungunnar er lífstré en fals hennar veldur hugarkvöl.“ Það væri óskandi að þeir sem nú eiga í deilum hugsuðu ráð sitt vel, settu sig af góðvild í spor þeirra sem deilt er við og íhuguðu af sáttfýsi og heiðarleika hvaða leiðir liggja til samninga og sátta. Þá mun reynast notadrjúgt að hafa orð Biblíunnar og kristin gildi að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Úr vöndu er að ráða, nú þegar verkföll eru tekin að ógna lífi og heilsu fólks hér á landi. Samfélag okkar logar af reiði. Hún birtist daglega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum alnetsins fær fólk að því er virðist stjórnlitla útrás fyrir gremju sína. Mótmælin eru af ýmsum toga. Alhæft er um margt og taugaspennan oft svo mikil að ekki er unnt að rökræða einstök mál af skynsemi. Virðing fyrir mönnum og málefnum víkur fyrir offorsi og flumbrugangi. Flest er dregið niður í svaðið. Kjaradeilur virðast í lítt leysanlegum hnút, m.a. vegna skorts á trausti í samskiptum stjórnvalda, atvinnurekenda- og launþegahreyfinga. Ófriður orsakast yfirleitt vegna skorts á réttlæti. Góðar fyrirmyndir skortir í samfélagi okkar. Hvað er slæmt við reiðitilfinninguna, kennd sem allir þekkja? Sjálfur Jesús er í Biblíunni sagður hafa reiðst, en vandinn er að andstætt þeirri mildi og stillingu sem hann bjó yfir getur reiðin hjá okkur venjulegu fólki haft hættulegar og eyðileggjandi afleiðingar. Reiðin er sterk kennd sem getur vaknað við vonbrigði, ef við höfum verið særð eða mætt óréttlæti af einhverju tagi. Ekki þarf samt öll reiði að vera slæm því í henni býr mikill kraftur sem virkja má á gagnlegan hátt. Þó er til margs konar reiði sem fólk ætti að varast ef ekki á illa að fara. Í Biblíunni er varað við taumlausri reiði. „Ef þið reiðist þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar,“ segir Páll postuli í bréfi til Efesusmanna. Reiði getur myndast vegna djúprar hneykslunar þegar okkur misbýður, viljum svara fyrir okkur og jafnvel hefna eða refsa. Slík reiði er hættuleg og við þurfum að varast ofbeldisfulla reiði og að missa sjálfstjórn. Taumlaus reiði samræmist ekki hegðun siðaðs fólks.Vegvísir Biblían er vegvísir um svo ótal margt í lífi fólks. Hinn ástsæli forseti Bandaríkjanna, Abraham Lincoln (1809-1865), sem ofbeldismaður réð af dögum fyrir réttri einni og hálfri öld, sagði einhverju sinni: „Allt það, sem æskilegt er fyrir velfarnað mannsins, bæði í þessu lífi og öðru, má finna í Biblíunni.“ Í henni er þannig ekki aðeins fjallað um reiði heldur einnig um fyrirgefningu, sérstaklega í Nýja Testamentinu. Fyrirgefning felst í því annars vegar að losna undan eigin reiði og hins vegar að endurheimta og byggja upp rofið samband á ný. Margir álíta að þeir hafi fyrirgefið ef þeir stilla sig um að slá til baka. En þannig náum við ekki að losa um hina djúpt liggjandi reiði og munum í framtíðinni forðast þann einstakling sem olli okkur sársauka án þess að gera tilraun til að endurheimta fyrri tengsl. Þetta er ekki alvöru fyrirgefning. Að láta af reiði og fyrirgefa þýðir að maður yfirvinnur löngun til að hefna sín, að forðast eða hunsa þann sem reiðin beinist að. Að færa í lag samband við einhvern þýðir að vera tilbúinn að ræða vandamálið, að starfa áfram með viðkomandi og láta sér annt um hann. Að fyrirgefa í raun og veru er erfitt því það þýðir að menn þurfa að ná valdi á sjálfum sér og breyta viðbrögðum sínum. Raunveruleg fyrirgefning útheimtir iðulega grundvallarbreytingu á afstöðu manns, breytingu á fyrri hegðun. Ef við viljum læra að fyrirgefa þurfa mörg okkar að takast á nýjan hátt við særðar tilfinningar og löngun til maklegra málagjalda. Til að fyrirgefa af öllu hjarta verður einstaklingur að vilja breyta af góðu hjarta. Það er áskorun hins kristna manns sem vill taka þátt í að breyta mannlegum samskiptum og þar með þjóðfélaginu til hins betra. Þessi grein er rituð í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags. Enn í dag flytur Biblían fólki mikilvægan boðskap og ráð um farsælt líf. Það er við hæfi að enda hana á upphafi 15. kafla Orðskviðanna: „Mildilegt svar stöðvar bræði en fúkyrði vekja reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, af munni heimskingjanna streymir flónskan… Hógværð tungunnar er lífstré en fals hennar veldur hugarkvöl.“ Það væri óskandi að þeir sem nú eiga í deilum hugsuðu ráð sitt vel, settu sig af góðvild í spor þeirra sem deilt er við og íhuguðu af sáttfýsi og heiðarleika hvaða leiðir liggja til samninga og sátta. Þá mun reynast notadrjúgt að hafa orð Biblíunnar og kristin gildi að leiðarljósi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun