Hituðu óvænt upp fyrir Damien Rice Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. maí 2015 13:30 Damien var stórhrifinn af kórnum knáa en hér er Jón kórstjóri búinn að næla heiðursorðuna á hann. Mynd/Arnar Ingi Bartónar, karlakór Kaffibarsins, komu óvænt fram með írska tónlistarmanninum Damien Rice sem hélt tvenna tónleika hér á landi á dögunum, eða á stóra sviði Þjóðleikhússins 19. maí og í Gamla bíói 25. maí. „Hann fékk okkur til að koma óvænt fram með sér og syngja í Þjóðleikhúsinu í lokalögunum og við laumuðum okkur þá á sviðið og það tókst þrusuvel,“ segir Jón Svavar Jósefsson, söngvari og kórstjóri Bartóna. Damien var svo ánægður með kórinn að hann bað þá félaga um að hita upp fyrir sig á seinni tónleikunum í Gamla bíói. „Við hituðum upp fyrir kappann á seinni tónleikunum. Við sungum gamlar íslenskar drykkjuvísur og ættjarðarljóð með tilheyrandi sprelli,“ segir Jón Svavar léttur í lundu. Hann segir útlendingana hafa tekið vel undir drykkjuvísurnar þrátt fyrir að þær væru á íslensku. „Við höfum oft flutt þessar íslensku vísur fyrir útlendinga. Ég á það til að útskýra hvert umfjöllunarefnið er á ensku en ég er nú samt ekkert sérstaklega góður í ensku og þess vegna getur þetta oft endað ruglingslega, sem er oft fyndið,“ bætir Jón Svavar við og hlær.Reffilegur karlakórinn samankominn.Írski tónlistarmaðurinn var svo sæmdur heiðursorðu Bartóna að tónleikum loknum. „Aðeins heiðursmeðlimir fá slíkt.“ Damien Rice hefur reglulega dvalið á Íslandi á undanförnum árum og þekkti til kórsins eftir kynni sín við Kaffibarinn. „Hann hefur verið gestur á Kaffibarnum þegar hann er hér á landinu, þannig fann hann okkur. Við unnum fyrst með honum á útgáfutónleikunum í Sundlauginni á síðasta ári. Þá var kórinn partur af áhorfendum en í lokalaginu stóðum við upp og sungum með.“ Kórinn og Rice eru miklir kumpánar og vill Jón Svavar stefna á frekara samstarf. „Okkar björtustu vonir eru að fá að fara út og taka lagið með honum en við sjáum hvað setur,“ bætir Jón Svavar við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem áhorfandi tók í sal þegar Damien var sæmdur heiðursorðunni í Gamla bíói. Í kjölfarið flytur hann lokalagið Trusty and True með kórnum. Áhorfendur voru greinilega hæstánægðir með tónleikana og notuðu samfélagsmiðlana óspart til að lýsa yfir hrifningu sinni. Damien Rice á hjarta mitt allt eftir tónleikana hans í Þjóðleikhúsinu í gær <3— Rakel Rós A.S.dóttir (@RakelRosSn) May 20, 2015 Damien Rice @ Gamla Bíó https://t.co/ffAN18bm97— Guðrún María (@GudrunMaria6) May 26, 2015 A terrific Damien Rice concert tonight in Reykjavik. pic.twitter.com/5MghBzWCj3— Ragnar Jonasson (@ragnarjo) May 25, 2015 Damien Rice, 5 stjörnur @ Gamla Bíó https://t.co/4XaC5UXEY8— Unnur Sædís (@UnnurSaedis) May 25, 2015 Damien Rice að brillera í kvöld! pic.twitter.com/RZ9OoGeqQW— Helga Jónsdóttir (@helgajons) May 26, 2015 Awesome concert in Reykjavik tonight #damienrice pic.twitter.com/L81EJCzNdD— Björn Gíslason (@bjorngisla) May 20, 2015 Reykjavik soundcheck -jt A photo posted by official instagram (@damienrice) on May 19, 2015 at 11:20am PDT Trusty and True -jt A photo posted by official instagram (@damienrice) on May 19, 2015 at 4:00pm PDT Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bartónar, karlakór Kaffibarsins, komu óvænt fram með írska tónlistarmanninum Damien Rice sem hélt tvenna tónleika hér á landi á dögunum, eða á stóra sviði Þjóðleikhússins 19. maí og í Gamla bíói 25. maí. „Hann fékk okkur til að koma óvænt fram með sér og syngja í Þjóðleikhúsinu í lokalögunum og við laumuðum okkur þá á sviðið og það tókst þrusuvel,“ segir Jón Svavar Jósefsson, söngvari og kórstjóri Bartóna. Damien var svo ánægður með kórinn að hann bað þá félaga um að hita upp fyrir sig á seinni tónleikunum í Gamla bíói. „Við hituðum upp fyrir kappann á seinni tónleikunum. Við sungum gamlar íslenskar drykkjuvísur og ættjarðarljóð með tilheyrandi sprelli,“ segir Jón Svavar léttur í lundu. Hann segir útlendingana hafa tekið vel undir drykkjuvísurnar þrátt fyrir að þær væru á íslensku. „Við höfum oft flutt þessar íslensku vísur fyrir útlendinga. Ég á það til að útskýra hvert umfjöllunarefnið er á ensku en ég er nú samt ekkert sérstaklega góður í ensku og þess vegna getur þetta oft endað ruglingslega, sem er oft fyndið,“ bætir Jón Svavar við og hlær.Reffilegur karlakórinn samankominn.Írski tónlistarmaðurinn var svo sæmdur heiðursorðu Bartóna að tónleikum loknum. „Aðeins heiðursmeðlimir fá slíkt.“ Damien Rice hefur reglulega dvalið á Íslandi á undanförnum árum og þekkti til kórsins eftir kynni sín við Kaffibarinn. „Hann hefur verið gestur á Kaffibarnum þegar hann er hér á landinu, þannig fann hann okkur. Við unnum fyrst með honum á útgáfutónleikunum í Sundlauginni á síðasta ári. Þá var kórinn partur af áhorfendum en í lokalaginu stóðum við upp og sungum með.“ Kórinn og Rice eru miklir kumpánar og vill Jón Svavar stefna á frekara samstarf. „Okkar björtustu vonir eru að fá að fara út og taka lagið með honum en við sjáum hvað setur,“ bætir Jón Svavar við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem áhorfandi tók í sal þegar Damien var sæmdur heiðursorðunni í Gamla bíói. Í kjölfarið flytur hann lokalagið Trusty and True með kórnum. Áhorfendur voru greinilega hæstánægðir með tónleikana og notuðu samfélagsmiðlana óspart til að lýsa yfir hrifningu sinni. Damien Rice á hjarta mitt allt eftir tónleikana hans í Þjóðleikhúsinu í gær <3— Rakel Rós A.S.dóttir (@RakelRosSn) May 20, 2015 Damien Rice @ Gamla Bíó https://t.co/ffAN18bm97— Guðrún María (@GudrunMaria6) May 26, 2015 A terrific Damien Rice concert tonight in Reykjavik. pic.twitter.com/5MghBzWCj3— Ragnar Jonasson (@ragnarjo) May 25, 2015 Damien Rice, 5 stjörnur @ Gamla Bíó https://t.co/4XaC5UXEY8— Unnur Sædís (@UnnurSaedis) May 25, 2015 Damien Rice að brillera í kvöld! pic.twitter.com/RZ9OoGeqQW— Helga Jónsdóttir (@helgajons) May 26, 2015 Awesome concert in Reykjavik tonight #damienrice pic.twitter.com/L81EJCzNdD— Björn Gíslason (@bjorngisla) May 20, 2015 Reykjavik soundcheck -jt A photo posted by official instagram (@damienrice) on May 19, 2015 at 11:20am PDT Trusty and True -jt A photo posted by official instagram (@damienrice) on May 19, 2015 at 4:00pm PDT
Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira