Boða aðgerðir upp á 34 milljarða króna 30. maí 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór fyrir ráðherrum í gær þegar umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir kjarasamningum voru kynntar. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í gær umfangsmiklar aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum. Samtals kosta aðgerðirnar 34 milljarða á næstu fjórum árum, bæði í formi minni skatttekna og beinna útgjalda. Líkt og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag verður skattþrepum fækkað í tvö og milliþrepið verður því afnumið. Breytingarnar verða í tveimur skrefum en þegar þær eru að fullu komnar fram verða fjárhæðarmörk efra þrepsins 700 þúsund krónur. Tekjuskattur á lægra þrepið verður lækkaður úr 22,86 prósentum í 22,5 prósent, líka í tveimur áföngum. Álagið við efra þrepið nemur síðan 9,3 prósentum þannig að heildartekjuskattsprósentan með þessum breytingum verður sú sama og í dag, að teknu tilliti til útsvars, en meðalprósenta þess er 14,44. Breytingarnar verða í tveimur áföngum, eins og áður segir, og að fullu komnar fram í árslok 2017. „Þetta eru breytingar sem við áætlum að leiði til tekjumissis fyrir ríkið um 9 til 11 milljarða og þegar þar bætist við um það bil 5 milljarða tekjuskattslækkun sem við höfum áður hrundið í framkvæmd, þá má segja að við séum að lækka tekjuskatt á kjörtímabilinu um allt að 16 milljarða,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Farið verður í umfangsmiklar aðgerðir á húsnæðismarkaði og reistar 2.300 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fjórum árum. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar og kerfinu umbylt. Árlega munu fara um 2,5 milljarðar úr ríkissjóði til byggingar íbúðanna og aukning í bótakerfið nemur um 2 milljörðum króna. „Ég held að það sé óhætt að fullyrða það hér að við höfum ekki tekið jafn stór skref sem tengjast uppbyggingu félagslegs húsnæðiskerfis hér á Íslandi í um 50 ár,“ segir Eygló Harðardóttir, ráðherra húsnæðismála. „Við erum að leggja grunninn að nýju félagslegu leiguíbúðakerfi.“ Miðað verður við að leiga fólks með lágar tekjur muni ekki nema hærra hlutfalli en 20 til 25 prósentum af tekjum. Í dag eru dæmi um að hún nemi 50 til 70 prósentum af tekjum. Þá verður reglum breytt og einfaldaðar til að lækka byggingarkostnað.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira