„Man ekkert af hverju við fórum í pásu“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2015 16:00 Sveitin gaf út þrjár plötur; GCD árið 1991, Svefnvana 1993 og Teika árið 1995. GCD var á sínum tíma ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Hún kemur saman til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar sem hefði orðið 70 ára í ár. Sveitin, sem varð til snemma sumars 1991, var sumarhljómsveit og starfaði hún í þrjú sumur, það er 1991, 1993 og 1995, og sendi frá sér plötu hvert sumar. „Hljómsveitin fór bara í dvala, við Rúnar ákváðum að setja þetta á hilluna. Svo leið tíminn en það hefði eitthvað getað gerst því við hættum ekkert, ég man ekki af hverju við fórum í pásu. Menn voru með sólóferil og að vinna í öðrum verkefnum,“ segir Bubbi Morthens, annar af söngvurum GCD, ásamt Rúnari Júlíussyni heitnum, spurður út í hvað varð um sveitina.Hreint gamaldags rokk Upphaf GCD er þó auðveldari saga að segja vill Bubbi meina. „Mér fannst ferillinn hans Rúna hafa tekið dýfu og ég vildi rífa hann upp. Ég heyrði lag með honum og Gylfa Ægissyni og fannst það ekki vera að gera sig. Þá hringdi ég í Óttar Felix Hauksson, sem var náinn vinur Rúnars, og bað hann að koma mér í samband við Rúna því mig langaði að vinna með honum og búa til hreint gamaldags rokk,“ segir Bubbi um upphafið. Svo kom að því að Bubbi og Rúnar hittust formlega. „Þegar ég hitti Rúnar sagði ég, þetta sem þú varst að gera með Gylfa er ekki að gera sig, búðu frekar til old school rokk með mér. Ég hafði látið hann hafa kassettu með laginu Kaupmaðurinn á horninu nokkru áður.“Bubbi Morthens.Rúnar svaraði játandi og var til í tuskið. „Ég fór þrisvar í viku til Keflavíkur að vinna með Rúna en þurfti samt að fara með Óttari Felix, hann þurfti að keyra, ég var ekki með bílpróf,“ segir Bubbi og hlær.Gæðablóðið Rúnar Mikill vinskapur myndaðist og vill Bubbi meina að samstarfið hafi strax orðið einstakt. „Þetta var dásamlegur tími, skemmtilegur tími fyrir mig. Ég eignaðist vin sem hafði mjög mikil áhrif á mig. Rúnar var svo ljúfur drengur og var eitt af mínum idolum,“ segir Bubbi með tilfinningu. Músíkin vakti strax athygli, melódískt rokk sem var ekki óþarflega flókin. „Um leið og ég heyrði bassaganginn hjá Rúna þá vissi ég að þetta var stöngin inn. Þessi tónlist eldist líka svo vel.“ Fyrir utan mennina í frontinum, þá Bubba og Rúnar, voru einnig í hljómsveitinni gítarleikarinn Bergþór Morthens, sem er bróðir Bubba, og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. GCD kom saman á afmælistónleikum Bubba árið 2006 og á Ljósanótt í Keflavík 2009 en þá tók Júlíus, sonur Rúnars, við bassanum og míkrófóninum af föður sínum sem lést árið 2008. „Við Rúnar vorum alltaf í símasambandi nokkrum sinnum í viku. Þú missir ekkert sambandið við svona gæðablóð. Menn sem gera þrjár plötur saman, það er meira en margir aðrir hafa gert.“ Bubbi ætlar að heiðra minningu Rúnars sem hefði orðið sjötugur á árinu með GCD-tónleikum í Hörpu þann 11. september. Reynsluboltinn Pálmi Gunnarsson tekur við bassanum og míkrófóninum. Benedikt Brynleifsson leikur á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar, Ingó Geirdal á gítar og Þórir Baldursson á Hammond-orgel. Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
GCD var á sínum tíma ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Hún kemur saman til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar sem hefði orðið 70 ára í ár. Sveitin, sem varð til snemma sumars 1991, var sumarhljómsveit og starfaði hún í þrjú sumur, það er 1991, 1993 og 1995, og sendi frá sér plötu hvert sumar. „Hljómsveitin fór bara í dvala, við Rúnar ákváðum að setja þetta á hilluna. Svo leið tíminn en það hefði eitthvað getað gerst því við hættum ekkert, ég man ekki af hverju við fórum í pásu. Menn voru með sólóferil og að vinna í öðrum verkefnum,“ segir Bubbi Morthens, annar af söngvurum GCD, ásamt Rúnari Júlíussyni heitnum, spurður út í hvað varð um sveitina.Hreint gamaldags rokk Upphaf GCD er þó auðveldari saga að segja vill Bubbi meina. „Mér fannst ferillinn hans Rúna hafa tekið dýfu og ég vildi rífa hann upp. Ég heyrði lag með honum og Gylfa Ægissyni og fannst það ekki vera að gera sig. Þá hringdi ég í Óttar Felix Hauksson, sem var náinn vinur Rúnars, og bað hann að koma mér í samband við Rúna því mig langaði að vinna með honum og búa til hreint gamaldags rokk,“ segir Bubbi um upphafið. Svo kom að því að Bubbi og Rúnar hittust formlega. „Þegar ég hitti Rúnar sagði ég, þetta sem þú varst að gera með Gylfa er ekki að gera sig, búðu frekar til old school rokk með mér. Ég hafði látið hann hafa kassettu með laginu Kaupmaðurinn á horninu nokkru áður.“Bubbi Morthens.Rúnar svaraði játandi og var til í tuskið. „Ég fór þrisvar í viku til Keflavíkur að vinna með Rúna en þurfti samt að fara með Óttari Felix, hann þurfti að keyra, ég var ekki með bílpróf,“ segir Bubbi og hlær.Gæðablóðið Rúnar Mikill vinskapur myndaðist og vill Bubbi meina að samstarfið hafi strax orðið einstakt. „Þetta var dásamlegur tími, skemmtilegur tími fyrir mig. Ég eignaðist vin sem hafði mjög mikil áhrif á mig. Rúnar var svo ljúfur drengur og var eitt af mínum idolum,“ segir Bubbi með tilfinningu. Músíkin vakti strax athygli, melódískt rokk sem var ekki óþarflega flókin. „Um leið og ég heyrði bassaganginn hjá Rúna þá vissi ég að þetta var stöngin inn. Þessi tónlist eldist líka svo vel.“ Fyrir utan mennina í frontinum, þá Bubba og Rúnar, voru einnig í hljómsveitinni gítarleikarinn Bergþór Morthens, sem er bróðir Bubba, og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. GCD kom saman á afmælistónleikum Bubba árið 2006 og á Ljósanótt í Keflavík 2009 en þá tók Júlíus, sonur Rúnars, við bassanum og míkrófóninum af föður sínum sem lést árið 2008. „Við Rúnar vorum alltaf í símasambandi nokkrum sinnum í viku. Þú missir ekkert sambandið við svona gæðablóð. Menn sem gera þrjár plötur saman, það er meira en margir aðrir hafa gert.“ Bubbi ætlar að heiðra minningu Rúnars sem hefði orðið sjötugur á árinu með GCD-tónleikum í Hörpu þann 11. september. Reynsluboltinn Pálmi Gunnarsson tekur við bassanum og míkrófóninum. Benedikt Brynleifsson leikur á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar, Ingó Geirdal á gítar og Þórir Baldursson á Hammond-orgel.
Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira