Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Reynslubolti Bryndís byrjaði starfsferilinn í dómsmálaráðuneytinu. fréttablaðið/gva Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar. Alþingi Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar.
Alþingi Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira