Lamandi áhrif biðar eftir rannsóknum og niðurstöðum Ellen Calmon skrifar 3. júní 2015 00:01 Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er regnhlífarsamtök 37 aðildarfélaga sem eru samtök fatlaðs fólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félagar í mörgum aðildarfélögum ÖBÍ eru verulega uggandi yfir stöðu samningaviðræðna ríkisins við heilbrigðisstarfsfólk. Til ÖBÍ leita fjölmargir sjúklingar og aðstandendur þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda en fá hana ekki eða þurfa að bíða óþarflega lengi eftir henni um þessar mundir. Dýrkeypt mistök geta átt sér stað Við höfum heyrt af sjúklingum sem hafa legið inni á Landspítalanum þar sem andrúmsloftið er þrungið. Bið eftir að komast í rannsóknir er löng og þeir sem loks komast í rannsóknir bíða lengi eftir niðurstöðunum. Þessar aðstæður geta haft lamandi áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur. Margir hverjir kvíða niðurstöðum og aðrir geta sig hvergi hreyft fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Fólk bíður í von og óvon eftir því hver sjúkdómsgreiningin verður eða hvers lags meðferð bíður þess. Einu svörin sem berast eru á þá leið að þetta tefjist allt vegna verkfalla. Óánægju gætir hjá sjúklingum og aðstandendum. Fólk verður óþreyjufullt og aðgangsharðara við að krefjast rannsókna og svara sem skapar svo enn frekari spennu í ferlinu sem fram undan er. Starfsfólk reynir svo sannarlega að gera sitt besta, en álagið er gríðarlegt og þá er hætta á að eitthvað gefi sig og dýrkeypt mistök geti átt sér stað. Semjið tafarlaust í þágu sjúklinga Sjúkrahúsið á að vera griðastaður meðferðar, endurhæfingar og líknar þar sem hagur sjúklinga og bati þeirra á að vera hafður í fyrirrúmi. Sjúklingar eru ekki varðir fyrir veraldlegum áhyggjum á sjúkrahúsinu við þessar aðstæður heldur vakna þeir við óm af verkfalls- og kjarabótaumræðum starfsfólks á göngum sjúkrahússins. Kurr heyrist í hverju horni. Eru þessar aðstæður ekki fýsilegar þeim sem eru að reyna ná bata og sumir hverjir að berjast fyrir lífi sínu. Í því andrúmslofti sem nú ríkir á Landspítalanum er ekki hægt að segja að umhverfið sé heilandi. Þessum aðstæðum verður að linna nú þegar, því annars er hætta á að illa fari. Ég krefst þess að ráðherra og ríkisstjórnin setjist tafarlaust að samningaborði með heilbrigðisstarfsfólki í því augnamiði að leysa vandann sem fyrst og semja í þágu sjúklinga.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun