Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Li Sihan skrifar 4. júní 2015 00:01 Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun