Innlent

Hálendi landsins er lokað vegna gífurlegs snjóþunga

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Þessir ferðamenn létu snjóþungann ekki hafa áhrif á sig.
Þessir ferðamenn létu snjóþungann ekki hafa áhrif á sig. Mynd/Smári
Páll Guðmundsson
„Það er óhemjumikill snjór að fjallabaki og um allt hálendið,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.

Ferðafélagið á marga skála uppi á hálendi á borð við skálana við Landmannalaugar, við Laugaveginn og á Kili.

„Við höfum átt fundi við Umhverfisstofnun, Vegagerðina og ferðaþjónustuna um hvernig megi opna svæðið,“ segir Páll en hann leggur mikla áherslu á að raska ekki náttúrunni við að opna svæðið. Vegagerðin er að skoða aðstæður og kanna hvort hægt sé að moka frá og flýta fyrir opnun.

Margir ferðamenn hafa bókað dvöl í skálunum í sumar en Páll telur að sumaropnun svæðanna, sem átti að vera 15. júní, tefjist eitthvað og bókanir raskist.

„Þær eru í uppnámi ef ekki verður búið að opna. Ef sól er mikil og vindar eru hagstæðir er þetta fljótt að gerast. Það tekur náttúruna samt langan tíma að losa sig við vatn og krap,“ segir hann. „Við vonum það besta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×