Innlent

Viðra ekki tölur fyrr en semst

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Seinni fundurinn. Iðnaðarmenn funduðu tvisvar með SA í gær. Hér ræðast við fulltrúar SA og RSÍ, VM og Matvís.
Seinni fundurinn. Iðnaðarmenn funduðu tvisvar með SA í gær. Hér ræðast við fulltrúar SA og RSÍ, VM og Matvís. Fréttablaðið/Stefán
„Við vinnum að lausnum, það er ekkert annað hægt að segja í bili,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, um samningaviðræður iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins sem nú standa.

Fundað var í Karphúsinu í gær en yfirlýst markmið, eftir að frestað var verkföllum sem áttu að hefjast á morgun, er að ná samningum fyrir vikulokin, 12. júní.

Hilmar Harðarson
„En það er talsvert órætt,“ segir Hilmar og átti hvorki von á samningi í gær né í dag. „Það gerist varla fyrr en seinni partinn í vikunni, eða jafnvel í lok hennar.“ Hann segir það marga hópa eiga eftir að ræða sín mál að það taki allt ákveðinn tíma. 

Yfirlýst markmið iðnaðarmanna í viðræðunum er að færa kauptaxta nær greiddum launum. Það í sjálfu sér felur þó ekki í sér kauphækkanir til fólks. Hvað stærðir varðar í þeim efnum vill Hilmar ekkert segja.

„Það kemur allt í ljós þegar samningur verður kynntur. Við opnum ekkert á þennan ramma fyrr en búið er að loka honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×