Leita að gimsteinum í mynd á Austurlandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Söguþráður Hjartasteins fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er nú í fullum undirbúningi og styttist í að upptökur hefjist. Opnar leikaraprufur fyrir unglinga voru haldnar á síðasta ári þar sem yfir 800 krakkar sóttu um. Nú er hins vegar verið að leita að fleiri leikurum og það á Austurlandi þar sem kvikmyndin verður tekin upp. Næstu helgi verða haldnar leikaraprufur á Egilsstöðum fyrir leikara og áhugaleikara á öllum aldri. Leikstjórinn Guðmundur Arnar og framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Eva Sigurðardóttir vonast til að geta ráðið fólk af svæðinu í ákveðin hlutverk í kvikmyndinni. Sum eru bitastæðari en önnur en einnig er mikil þörf á aukaleikurum í verkefnið. „Við erum vongóð um að ráða Austfirðinga í bitastærri hlutverk, svipað og gert var í Hrútum, kvikmynd Gríms Hákonarsonar sem tekin var upp í Bárðardal með ýmsum leikurum frá því svæði. Það er alltaf svo gaman að sjá hvaða hæfileikaríka fólk er að finna úti á landi og hef ég sterkt á tilfinningunni að það sé ýmsa gimsteina að finna á Austfjörðum,” segir Eva Sigurðardóttir, einn af framleiðendum Hjartasteins en hún var einnig framleiðslustjóri á Hrútum. Söguþráður Hjartasteins fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Gerist myndin síðla sumars í litlu sjávarþorpi á Íslandi og fara tökur að mestu leyti fram á Borgarfirði eystri frá ágúst til október 2015. Er þetta í fyrsta skipti sem tekin verður upp kvikmynd í þessu bæjarfélagi. Fyrri verk Guðmundar Arnars eru til dæmis Hvalfjörður og Ártún. Þau eru margverðlaunuð og nú er komið að hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Verkefnið er framleitt af Join Motion Pictures. Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig fyrir 11. júní á casting@joinmotionpictures.com með upplýsingum um nafn, aldur, heimilisfang, símanúmer og nýlegri ljósmynd. Einnig verður hægt að mæta einfaldlega á svæðið á milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardag 13. júní og skrá sig á staðnum. Prufur fara fram í félagsmiðstöðinni Nýjun sem er á Tjarnarlöndum á Egilsstöðum. Framleiðendur vilja ítreka að fólk á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum er hvatt til þess að skrá sig. Það eru senur í myndinni með börnum og unglingum, fólki á fullorðinsaldri og einnig eldri borgurum. Kvikmyndin verður tekin upp haustið 2015 og stefnt er á að frumsýna hana í kvikmyndahúsum landsins haustið 2016. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er nú í fullum undirbúningi og styttist í að upptökur hefjist. Opnar leikaraprufur fyrir unglinga voru haldnar á síðasta ári þar sem yfir 800 krakkar sóttu um. Nú er hins vegar verið að leita að fleiri leikurum og það á Austurlandi þar sem kvikmyndin verður tekin upp. Næstu helgi verða haldnar leikaraprufur á Egilsstöðum fyrir leikara og áhugaleikara á öllum aldri. Leikstjórinn Guðmundur Arnar og framleiðendurnir Anton Máni Svansson og Eva Sigurðardóttir vonast til að geta ráðið fólk af svæðinu í ákveðin hlutverk í kvikmyndinni. Sum eru bitastæðari en önnur en einnig er mikil þörf á aukaleikurum í verkefnið. „Við erum vongóð um að ráða Austfirðinga í bitastærri hlutverk, svipað og gert var í Hrútum, kvikmynd Gríms Hákonarsonar sem tekin var upp í Bárðardal með ýmsum leikurum frá því svæði. Það er alltaf svo gaman að sjá hvaða hæfileikaríka fólk er að finna úti á landi og hef ég sterkt á tilfinningunni að það sé ýmsa gimsteina að finna á Austfjörðum,” segir Eva Sigurðardóttir, einn af framleiðendum Hjartasteins en hún var einnig framleiðslustjóri á Hrútum. Söguþráður Hjartasteins fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Gerist myndin síðla sumars í litlu sjávarþorpi á Íslandi og fara tökur að mestu leyti fram á Borgarfirði eystri frá ágúst til október 2015. Er þetta í fyrsta skipti sem tekin verður upp kvikmynd í þessu bæjarfélagi. Fyrri verk Guðmundar Arnars eru til dæmis Hvalfjörður og Ártún. Þau eru margverðlaunuð og nú er komið að hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Verkefnið er framleitt af Join Motion Pictures. Áhugasamir eru hvattir til þess að skrá sig fyrir 11. júní á casting@joinmotionpictures.com með upplýsingum um nafn, aldur, heimilisfang, símanúmer og nýlegri ljósmynd. Einnig verður hægt að mæta einfaldlega á svæðið á milli klukkan 13.00 og 15.00 á laugardag 13. júní og skrá sig á staðnum. Prufur fara fram í félagsmiðstöðinni Nýjun sem er á Tjarnarlöndum á Egilsstöðum. Framleiðendur vilja ítreka að fólk á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum er hvatt til þess að skrá sig. Það eru senur í myndinni með börnum og unglingum, fólki á fullorðinsaldri og einnig eldri borgurum. Kvikmyndin verður tekin upp haustið 2015 og stefnt er á að frumsýna hana í kvikmyndahúsum landsins haustið 2016.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira