Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 06:00 Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad á Spáni og berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Fréttablaðið/valli „Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Maður vildi komast í smá frí frá fótboltanum eftir tímabilið á Spáni en það var eiginlega ómögulegt því það eru allir að tala um þennan leik gegn Tékkum,“ segir Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, við Fréttablaðið. Alfreð var að gera sig kláran fyrir æfingu liðsins í Laugardalnum í gær en undirbúningur strákanna okkar fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er kominn á fullt. „Hvert sem maður fer er fólk sem segist ætla að sjá leikinn. Það er bara gaman að þjóðin hlakkar til landsleikja núna en er ekki með magakveisu eins og stundum hefur verið,“ segir Alfreð og brosir.Horfir fram á sín bestu ár Alfreð lauk sinni fyrstu leiktíð á Spáni undir lok síðasta mánaðar þar sem hann spilar með Real Sociedad í efstu deild. Tímabilið í ár var ekki jafngott og í fyrra í Hollandi þar sem hann varð markakóngur. Alfreð spilaði aðeins sex leiki í byrjunarliði og kom við sögu í 25 leiki í heildina í deildinni. Hann skoraði tvö mörk. „Auðvitað vildi ég meira, það er ekkert leyndarmál,“ segir Alfreð um fyrsta tímabilið í Baskalandi. „Ég lærði ótrúlega mikið á þessu ári, bæði um sjálfan mig og fótboltann. Maður sá að maður þarf alltaf að vera 100 prósent til að standa sig í svona deild. Þetta ár mun gefa mér rosalega mikið,“ segir Alfreð. Þrátt fyrir mikla bekkjarsetu ætlar Alfreð ekki að flýja í annað lið heldur berjast fyrir sínu. „Ég hef hug á að vera áfram. Ég sé fram á mín bestu ár fram undan og auðvitað vil ég spila meira hjá Real en ég sé ekki neitt neikvætt við þetta ár,“ segir hann. „Ég ætla bara að fara inn í undirbúningstímabilið og nýta mín tækifæri og berjast fyrir mínu eins og ég gerði á þessu tímabili. Ef ég fæ skilaboð um að minnar þjónustu verður ekki óskað þá skoða ég eitthvað annað.“Auðvelt þegar vel gengur Alfreð hefur áður upplifað svipað mótlæti á ferlinum ef svo má kalla það sem hann gekk í gegnum á síðustu leiktíð. Þegar hann fékk lítið að spila hjá Lokeren í Belgíu tók hann skref aftur á bak til Svíþjóðar sem á endanum skilaði honum til Hollands og þaðan í bestu fótboltadeild heims. „Þetta reyndi á andlega og þó að maður hafi farið í gegnum þetta áður er þetta aldrei gaman,“ segir Alfreð, en vitaskuld er erfitt fyrir atvinnumenn að sitja heilu og hálfu leikina á bekknum. „Á tímabili var þetta mjög erfitt. Undanfarin tvö, þrjú ár hef ég spilað 90 mínútur í öllum leikjum og gengið vel. Það er mjög auðvelt að vera í fótbolta þegar það gengur vel. Þá er maður bara að njóta,“ segir Alfreð.Alltaf samkeppni Reynslan af því að vera út úr liðinu hjálpaði Alfreð hjá Sociedad á þessu tímabili. Hann veit betur hvernig á að tækla svona hluti eftir að upplifa margt í atvinnumennskunni nú þegar. „Maður reynir bara að finna eitthvað annað að gera til að dreifa huganum og njóta lífsins. Mér fannst þetta ganga ágætlega og maður lærir mest á sjálfan sig í mótlæti,“ segir hann. Þegar allt er tekið saman hugsar framherjinn ekki með hryllingi til síns fyrsta tímabils með Real. Þvert á móti hefur hann fátt annað en gott að segja um veruna til þessa. „Mér fannst þetta skemmtilegt ár og ég vona að enginn sé að vorkenna mér að spila í spænsku deildinni og vera á bekknum. Ef maður ætlar að vera í þessum fjórum bestu deildum heims eins og ég stefni á er alltaf samkeppni og maður þarf alltaf að vera að sýna hvers virði maður er. Þannig umhverfi vil ég spila í,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira