Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. júní 2015 09:15 Runólfur Smári Steinþórsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur. Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur.
Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00