Stjórinn er góður að selja sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 06:30 Kári Árnason stendur vaktina í vörninni. Fréttablaðið/ernir „Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira
„Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjá meira