Fótbolti

Tékkar smeykir við rok og rigningu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Limbersky.
David Limbersky. Vísir/Getty
David Limberský, nýkrýndur Tékklandsmeistari með Plzen og leikmaður tékkneska landsliðsins, hefur miklar áhyggjur af veðrinu á föstudaginn þegar liðið mætir strákunum okkar í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016.

„Regnið, kuldinn og rokið mun nýtast íslenska liðinu því það er vant þessu. Þetta verður samt bara eins og í febrúar og mars í Tékklandi þannig að allir höfum við spilað í svona veðri,“ segir Limberský.

Hann hefur þó mestar áhyggjur af rokinu og hvernig það muni hjálpa okkar strákum í föstum leikatriðum, en Pavel Verba, þjálfari Tékklands, hefur sjálfur komið inn á hversu öflug löng innköst íslenska liðsins eru.

„Verst af öllu er vindurinn því rigningu og kulda má venjast. En þegar byrjar að blása er erfitt að reikna út hvert boltinn fer. Það, í bland við góð föst leikatriði íslenska liðsins, verður mjög erfitt viðureignar fyrir okkur,“ segir Limberský.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×