Erlent

Dregur biskupa til ábyrgðar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Biskupar komast ekki lengur upp með að halda hlífiskildi yfir barnaníðingum.
Biskupar komast ekki lengur upp með að halda hlífiskildi yfir barnaníðingum. vísir/epa
Frans páfi hefur samþykkt stofnun sérstaks dómstóls til að fjalla um mál kaþólskra biskupa sem hafa haldið hlífiskildi yfir barnaníðingum í röðum presta.

Fyrir nokkrum árum kom upp hvert málið á fætur öðru innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum, á Írlandi, í Belgíu, á Ítalíu, í Þýskalandi og víðar, þar sem prestar höfðu framið kynferðisbrot gagnvart börnum en biskupar séð til þess að málin yrðu þögguð niður.

Á síðasta ári sætti Páfagarður harðri gagnrýni af hálfu Sameinuðu þjóðanna fyrir að taka ekki nægilega vel á þessum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×