Strákarnir vilja sópa upp eftir sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 07:00 Eftir glæstan landsliðsferil sem leikmaður er Ólafur Stefánsson mættur aftur sem aðstoðarmaður leikmanna og þjálfara. Hann segir liðið aftur á réttri leið eftir deyfðina í Katar. Ísland stefnir nú á efsta sætið í riðlinum. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson. Handbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson.
Handbolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira