Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla í gær þegar umræða fór fram um lög á verkfall þeirra og BHM. Þungt hljóð var í fólki, en mikill baráttuandi og samstaða ríkti í hópnum. vísir/valli Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni. Verkfall 2016 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni.
Verkfall 2016 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira