Húðflúr Jón Gnarr skrifar 13. júní 2015 07:00 Húðflúr hefur vaxið mjög á Íslandi síðustu áratugi. Áður fyrr þurfti fólk að leita út fyrir landsteinana til að fá sér húðflúr. Það voru gjarnan sjóarar sem báru slíkar gersemar á sér og þá yfirleitt á upphandleggjum. Myndirnar voru og yfirleitt tengdar sjómennsku beint og óbeint. Og Íslandi. Sumir fengu sér jafnvel mynd af einhverri kerlingu og létu rita nafn unnustu sinnar undir. En sjóaraþemað var algengast, akkeri, öldur og svoleiðis. Mjög fáar konur voru með húðflúr. Það þótti ekki sérstaklega kvenlegt. En svo breyttist það. Konur fóru að sjást með húðflúr. Og svo varð húðflúr að tísku. Fleiri og fleiri fengu sér húðflúr. Húðflúrstofur voru opnaðar á Íslandi og þeim fjölgaði hratt. Gamla akkerið laut í lægra haldi fyrir austurlenskum táknum og „tribal“-mynstrum. Yfir Ísland flæddu ólíkir straumar og stefnur. Húðflúrin færðust af upphandleggjum og niður á fætur, kálfa og ökkla. Konur fengu sér gjarnan húðflúr á mjóbakið, rétt fyrir ofan rassinn, svokallað „tramp stamp“.Tattú anarkí Nú er svo komið að algjört stjórnleysi virðist ríkja í íslenskum húðflúrum. Sumir hafa jafnvel svo mörg eða stór verk á sér að þau þekja meira pláss á líkama þeirra en ósnert húð. Stofurnar eru orðnar margar og við eigum nú marga húðflúrlistamenn hvurs verk vekja heimsathygli. Gerðar eru miklar gæðakröfur til húðflúrstofa og eftirlit með hreinlæti og fagmennsku er mikið og eru þær nú sambærilegar við það besta sem þekkist erlendis. En það vantar ítarlegar heimildir um sögu húðflúrs á Íslandi. Hvað hefur orðið um hina gömlu íslensku húðflúrhefð? Er fólk alveg hætt að fá sér akkeri? Erum við hugsanlega að glata einhverri mjög merkilegri arfleifð og hvaða afleiðingar munu þessi erlendu áhrif hafa á menningu okkar og sögu? Getum við haft áhrif á þessa þróun með opinberum afskiptum? Við höfum oft gert það áður með prýðisgóðum árangri. Getum við búið til eitthvert kerfi sem hamlar erlendum áhrifum en ýtir um leið og hvetur til íslenskra? Nú eru margir sem bera á sér kínversk tákn og jafnvel andlitsmyndir af frægum útlendingum eins og til dæmis Jesú. En hvað með Mattías Jochumsson eða Hallgrím Pétursson? Er einhver með slík húðflúr? Ég held að þeir séu því miður fáir. En þessu má auðveldlega breyta. Ég legg til að við skoðum að stofna nefnd um þessi mál.Íslensk húðflúrhefð Við getum sett saman góðan hóp af menntuðu og kláru fólki. Við þurfum íslenskufræðing, fulltrúa frá Árnastofnun og svo einn lögfræðing. Hópurinn kæmi með tillögur að verkferlum og yrði Alþingi ráðgefandi við lagasetningu. Alþingi mundi svo setja lög um húðflúr. Sama fólk og kom með tillögurnar mundi svo sitja í nefnd sem hefði það hlutverk að fylgjast með að lögunum væri fylgt. Höfuðmarkmið yrði að berjast gegn erlendum áhrifum. Bannað yrði að fá sér húðflúr sem enginn annar hefði haft áður, öll verk yrðu að byggja á hefð. Ef valdafólk í samfélaginu reyndist vera með vafasöm húðflúr þá má leysa það með því að gera þau íslensk. Ef forsætisráðherra er til dæmis með japanska táknið fyrir frið húðflúrað fyrir ofan rassaskoruna á sér þá er það samþykkt. En ekki önnur japönsk tákn. Allar nýjungar og vafaatriði færu fyrir nefndina. Ef einhver hefði áhuga á að fá sér húðflúr sem ekki væri á lista yfir samþykkt húðflúr, til dæmis eitthvað sem viðkomandi hefði búið til sjálfur, þá yrði að sækja um það til Húðflúrnefndarinnar. Hún leyfði það sem henni fyndist í samræmi við íslenska húðflúrhefð en bannaði annað. Nefndarmenn gætu jafnvel skapað sér akademískan karríer úr þessu, skrifað bækur um íslenskt húðflúr og ferðast til útlanda og haldið ræður um sama málefni. Öll húðflúr sem nefndarmenn væru með yrðu auðvitað sjálfkrafa samþykkt og ef einhver færi að efast um réttmæti þeirra þá benda þeir á fræðibækur eftir sjálfa sig til staðfestingar. Ég held að þetta gæti verið sniðug hugmynd og atvinnuskapandi fyrir menntað fólk sem hefur lítið að gera. Auðvitað væri svona nefnd aldrei hafin yfir gagnrýni. Ef tilvist nefndarinnar er dregin í efa þá vísar nefndin bara á Alþingi og ef Alþingi er spurt þá vísar það á einstaka nefndarmenn sem geta þá veitt hlutlausa umsögn um nefndina sem fræðimenn. Það ætti að duga til að rugla fólk í ríminu. Reglulega mundi svo fulltrúi nefndarinnar halda ræðu og benda á þá augljósu staðreynd að ef nefndin væri ekki að sinna sínu merkilega starfi við að framfylgja Húðflúrlögunum þá mundu allir þessir vitleysingar, sem Íslendingar eru, láta húðflúra á sig hakakrossa, klámmyndir og eitthvað sem þeir myndu sjá eftir síðar og Húðflúrnefndin væri í raun að bjarga okkur frá slíku. Og þá mundum við öll anda léttar á meðan Fjölnir tattú teiknar á okkur dollu af Gunnars mæjónesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Húðflúr hefur vaxið mjög á Íslandi síðustu áratugi. Áður fyrr þurfti fólk að leita út fyrir landsteinana til að fá sér húðflúr. Það voru gjarnan sjóarar sem báru slíkar gersemar á sér og þá yfirleitt á upphandleggjum. Myndirnar voru og yfirleitt tengdar sjómennsku beint og óbeint. Og Íslandi. Sumir fengu sér jafnvel mynd af einhverri kerlingu og létu rita nafn unnustu sinnar undir. En sjóaraþemað var algengast, akkeri, öldur og svoleiðis. Mjög fáar konur voru með húðflúr. Það þótti ekki sérstaklega kvenlegt. En svo breyttist það. Konur fóru að sjást með húðflúr. Og svo varð húðflúr að tísku. Fleiri og fleiri fengu sér húðflúr. Húðflúrstofur voru opnaðar á Íslandi og þeim fjölgaði hratt. Gamla akkerið laut í lægra haldi fyrir austurlenskum táknum og „tribal“-mynstrum. Yfir Ísland flæddu ólíkir straumar og stefnur. Húðflúrin færðust af upphandleggjum og niður á fætur, kálfa og ökkla. Konur fengu sér gjarnan húðflúr á mjóbakið, rétt fyrir ofan rassinn, svokallað „tramp stamp“.Tattú anarkí Nú er svo komið að algjört stjórnleysi virðist ríkja í íslenskum húðflúrum. Sumir hafa jafnvel svo mörg eða stór verk á sér að þau þekja meira pláss á líkama þeirra en ósnert húð. Stofurnar eru orðnar margar og við eigum nú marga húðflúrlistamenn hvurs verk vekja heimsathygli. Gerðar eru miklar gæðakröfur til húðflúrstofa og eftirlit með hreinlæti og fagmennsku er mikið og eru þær nú sambærilegar við það besta sem þekkist erlendis. En það vantar ítarlegar heimildir um sögu húðflúrs á Íslandi. Hvað hefur orðið um hina gömlu íslensku húðflúrhefð? Er fólk alveg hætt að fá sér akkeri? Erum við hugsanlega að glata einhverri mjög merkilegri arfleifð og hvaða afleiðingar munu þessi erlendu áhrif hafa á menningu okkar og sögu? Getum við haft áhrif á þessa þróun með opinberum afskiptum? Við höfum oft gert það áður með prýðisgóðum árangri. Getum við búið til eitthvert kerfi sem hamlar erlendum áhrifum en ýtir um leið og hvetur til íslenskra? Nú eru margir sem bera á sér kínversk tákn og jafnvel andlitsmyndir af frægum útlendingum eins og til dæmis Jesú. En hvað með Mattías Jochumsson eða Hallgrím Pétursson? Er einhver með slík húðflúr? Ég held að þeir séu því miður fáir. En þessu má auðveldlega breyta. Ég legg til að við skoðum að stofna nefnd um þessi mál.Íslensk húðflúrhefð Við getum sett saman góðan hóp af menntuðu og kláru fólki. Við þurfum íslenskufræðing, fulltrúa frá Árnastofnun og svo einn lögfræðing. Hópurinn kæmi með tillögur að verkferlum og yrði Alþingi ráðgefandi við lagasetningu. Alþingi mundi svo setja lög um húðflúr. Sama fólk og kom með tillögurnar mundi svo sitja í nefnd sem hefði það hlutverk að fylgjast með að lögunum væri fylgt. Höfuðmarkmið yrði að berjast gegn erlendum áhrifum. Bannað yrði að fá sér húðflúr sem enginn annar hefði haft áður, öll verk yrðu að byggja á hefð. Ef valdafólk í samfélaginu reyndist vera með vafasöm húðflúr þá má leysa það með því að gera þau íslensk. Ef forsætisráðherra er til dæmis með japanska táknið fyrir frið húðflúrað fyrir ofan rassaskoruna á sér þá er það samþykkt. En ekki önnur japönsk tákn. Allar nýjungar og vafaatriði færu fyrir nefndina. Ef einhver hefði áhuga á að fá sér húðflúr sem ekki væri á lista yfir samþykkt húðflúr, til dæmis eitthvað sem viðkomandi hefði búið til sjálfur, þá yrði að sækja um það til Húðflúrnefndarinnar. Hún leyfði það sem henni fyndist í samræmi við íslenska húðflúrhefð en bannaði annað. Nefndarmenn gætu jafnvel skapað sér akademískan karríer úr þessu, skrifað bækur um íslenskt húðflúr og ferðast til útlanda og haldið ræður um sama málefni. Öll húðflúr sem nefndarmenn væru með yrðu auðvitað sjálfkrafa samþykkt og ef einhver færi að efast um réttmæti þeirra þá benda þeir á fræðibækur eftir sjálfa sig til staðfestingar. Ég held að þetta gæti verið sniðug hugmynd og atvinnuskapandi fyrir menntað fólk sem hefur lítið að gera. Auðvitað væri svona nefnd aldrei hafin yfir gagnrýni. Ef tilvist nefndarinnar er dregin í efa þá vísar nefndin bara á Alþingi og ef Alþingi er spurt þá vísar það á einstaka nefndarmenn sem geta þá veitt hlutlausa umsögn um nefndina sem fræðimenn. Það ætti að duga til að rugla fólk í ríminu. Reglulega mundi svo fulltrúi nefndarinnar halda ræðu og benda á þá augljósu staðreynd að ef nefndin væri ekki að sinna sínu merkilega starfi við að framfylgja Húðflúrlögunum þá mundu allir þessir vitleysingar, sem Íslendingar eru, láta húðflúra á sig hakakrossa, klámmyndir og eitthvað sem þeir myndu sjá eftir síðar og Húðflúrnefndin væri í raun að bjarga okkur frá slíku. Og þá mundum við öll anda léttar á meðan Fjölnir tattú teiknar á okkur dollu af Gunnars mæjónesi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun